Enski boltinn

Rooney er fullkominn leikmaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan og Rooney eru miklir vinir.
Zlatan og Rooney eru miklir vinir. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Man. Utd, segir að Wayne Rooney eigi skilið meiri virðingu en hann er að fá.

Rooney átti frábæran leik fyrir Man. Utd gegn Feyenoord í gær. Skoraði mark og lagði upp annað. Hann hefur nú skorað marki minna en Bobby Charlton fyrir félagið en Charlton er markahæsti leikmaður í sögu United með 249 mörk. Rooney er aftur á móti búinn að skora flest Evrópumörk í sögu félagsins.

„Rooney er frábær persóna. Hann er þegar búinn að bæta eitt met og ég mun hjálpa honum að slá stóra metið. Rooney er fullkominn leikmaður,“ sagði Zlatan sem blöskraði umfjöllunin um fylleríið á Rooney eftir síðasta landsleik.

„Fólk ætti að vera þakklátt fyrir leikmann eins og hann. Ég hef ekki séð marga Englendinga eiga álíka feril. Það ætti að sýna Rooney meiri virðingu. Það vilja allir gera mikið úr litlu og það er fylgifiskur þess að vera frægur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×