Íslenski boltinn

Elísa áfram á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elísa hefur leikið 31 A-landsleik fyrir Ísland.
Elísa hefur leikið 31 A-landsleik fyrir Ísland. vísir/anton
Landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val.

Elísa gekk til liðs við Val frá Kristianstads fyrir síðasta tímabil. Hún lék 17 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

„Valur er frábær klúbbur með mikla og flotta sögu. Hér er gott að vera og mikill félagsandi. Umgjörðin hér, klúbburinn, hópurinn og nýtt og spennandi þjálfarateymi er jákvætt. Mér finst við sem hópur eiga mikið inni eftir síðasta tímabil og hef mikla trú á því að við getum gert góða hluti á næsta tímabili,“ segir Elísa á heimasíðu Vals.

Elísa er uppalinn hjá ÍBV en fór til Kristianstads í Svíþjóð 2014. Hún lék í tvö ár með sænska liðinu.

Elísa hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hún hefur alls leikið 31 A-landsleik.

Systir Elísu, Margrét Lára, leikur einnig með Val sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×