Við getum unnið þennan ójafna bardaga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Herdís kenndi með hljóðlestraraðferð í fjörutíu og fimm ár. Gleðin er mikilvæg, segir hún. vísir/eyþór Herdís, Herdís! Það kemur saga út úr mér!“ Þetta hrópaði eitt sinn sex ára drengur í tíma hjá Herdísi Egilsdóttur, kennara í lestrarkennslu í Ísaksskóla. „Þetta er svo mögnuð stund, þegar þessi heimur lýkst upp fyrir börnum. Þau verða frá sér numin af gleði. Gleðinni megum við ekki gleyma,“ segir Herdís sem hefur gefið út kennsluhandbók í lestri. Bókina kallar hún einmitt: Það kemur saga út úr mér! Handbók sem er ætluð þeim sem vilja stuðla að læsi barna. Herdís tileinkar bókina Ísaki Jónssyni, stofnanda Ísaksskóla. Í Ísaksskóla kenndi Herdís mörg hundruð börnum að lesa með hljóðlestraraðferðinni í fjörutíu og fimm ár með gleðina að leiðarljósi. „Ég var átján ára gömul þegar ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum og hóf störf við skólann. Ég lærði aðferðina hjá Ísaki sem var brautryðjandi í kennslu yngri barna.“ Í hljóðlestri eru orð ekki slitin í sundur, það eru tengsl milli hljóða sem verður lestur með æfingu. Hljóðlestraraðferðin byggir á því að börn læri hljóðin og þekki táknin þeirra. „Ég hef mikla trú á hljóðlestraraðferðinni því með henni renna börn svo auðveldlega inn í lesturinn,“ segir Herdís. Hún segir lestrarvanda barna mikla áskorun. „Það er vegna þess að við eigum við ofurefli að etja, sem er tæknin og innreið hennar í líf okkar,“ segir Herdís. „ Nú til dags veit ég að það er erfiðara að gera lestur spennandi vegna keppinauta í afþreyingu og tækni. En það er nú samt hægt. Því ekkert kemur í stað þess að lesa. Við megum samt ekki fyllast vanmætti, verðum að halda áfram starfi okkar hægt og rólega. Án niðurrifs. Fullorðið fólk verður að vera tilbúið þegar börn sýna lestri áhuga. Grípa það eins og brothættan dýrgrip og fara vel með. Kennarar sá fræjum og svo fylgjumst við með vextinum. Sum börn þurfa meiri tíma en önnur, þetta hefur allt sinn gang. Við bætum við næringu, hlúum að. Gerum það með jákvæðni og uppörvun en ekki gagnrýni,“ segir Herdís. „Það að kunna að lesa er dýrmætt. Leikur og gleði nær til ungra barna og þau vilja læra.“ Kennsluhandbók Herdísar, Það kemur saga út úr mér! Þarna má líka sjá stafablöðin sem hægt er að hengja upp á vegg.vísir/eyþórEkki neyða börnHerdís segir mikilvægt að leyfa börnum að skynja getu sína þegar þau hafa lært að lesa. „Segjum sem svo að barnið þitt sé búið að læra alla stafina. Það vill lesa stóra fullorðinsbók. Þá megum við ekki segja nei, þetta er ekki fyrir þig. Þetta er fyrir fullorðna. Við eigum bara að hvetja þau til að prófa að lesa en segja þeim að ef þeim finnist þetta ekki spennandi sé til fullt af öðrum skemmtilegum bókum. Heimur bókmennta sé stór og spennandi. Þau geti lesið allar bækur sem til eru, af því að stafirnir eru ekki fleiri í fullorðinsbókunum heldur koma þeir bara oftar fyrir. Börnum á að finnast þau vera með undraverða hæfileika. Því það er rétt. Við eigum frekar að segja við börn að það sé alls ekki víst að allar bækur séu skemmtilegar fyrir þau. Séu þau að lesa bók sem þeim finnst ekki spennandi eigi þau bara að fara og fá sér nýja bók. Ekki neyða börn til að klára leiðinlegar bækur. Það er vís leið til þess að fá þau til að hætta að finnast skemmtilegt og undravert að kunna að lesa. Forvitnin er mikilvæg þessi fyrstu ár í lestri,“ segir Herdís. „Ekki myndum við láta kúga okkur til að klára bækur. Af hverju ætti það að vera öðruvísi fyrir börn?“Söngur og leikurMeð bókinni fylgja stafaspjöld sem Herdís hengdi upp á vegg um leið og stafurinn hafði verið kenndur. Hún notaði gælunöfn yfir stafina. S var slöngustafur, Ó var óhappastafur, D var dropastafur til að mynda. Þá rifjast upp sögur og hljóð tengd stafnum. Herdís lét börnin teikna, syngja, leika sögur um stafi, dansa, klippa og líma og föndra. „Það fer eftir þroska og áhuga barnanna. Ef þau vilja hlusta þá er gullið tækifæri. Ef kennara tekst að fá börn í alvörunni til að hlusta, þá gengur vel. Bæði læs og ólæs börn hafa gaman af sögum og leikjum í kringum stafi og hljóð. Oft var ég með fluglæs börn sem vildu alls ekki missa af leikjunum. Mér finnst leiðinlegt þegar ég heyri fullorðið fólk eða kennara segja við börn: Þú átt að vera búinn að læra þetta! Sumir staglast á þessu þegar þeim finnst börnum ganga hægt og illa að læra að lesa. Það má alls ekki segja þetta við börn. Það brýtur þau niður og það hefur engan tilgang.“Ekki ólæs þjóðHerdís vonar að Íslendingar verði aldrei meðal ólæsra þjóða. „Jú, þetta er ójafn bardagi. En ég held að við getum unnið hann og legg mitt af mörkum og ég trúi að við þurfum að koma til móts við barnið fyrr. Strax og barnið vill líta á bók. Allt niður í tveggja ára,“ segir Herdís. Hún gefur út bókina orðin áttatíu og tveggja ára gömul. Hún hlær og segir marga forviða yfir því hvað henni gangi til á gamals aldri að stússast svona. „Það kemur engum við hvað ég er gömul og síst af öllum sjálfri mér, ég bý enn að gleðinni og trúi á hljóðlestraraðferðina. Ég vona að bókin mín komi til góða í kennslu og ég vona að við verðum ekki ólæs þjóð,“ segir Herdís. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Herdís, Herdís! Það kemur saga út úr mér!“ Þetta hrópaði eitt sinn sex ára drengur í tíma hjá Herdísi Egilsdóttur, kennara í lestrarkennslu í Ísaksskóla. „Þetta er svo mögnuð stund, þegar þessi heimur lýkst upp fyrir börnum. Þau verða frá sér numin af gleði. Gleðinni megum við ekki gleyma,“ segir Herdís sem hefur gefið út kennsluhandbók í lestri. Bókina kallar hún einmitt: Það kemur saga út úr mér! Handbók sem er ætluð þeim sem vilja stuðla að læsi barna. Herdís tileinkar bókina Ísaki Jónssyni, stofnanda Ísaksskóla. Í Ísaksskóla kenndi Herdís mörg hundruð börnum að lesa með hljóðlestraraðferðinni í fjörutíu og fimm ár með gleðina að leiðarljósi. „Ég var átján ára gömul þegar ég útskrifaðist úr Kennaraskólanum og hóf störf við skólann. Ég lærði aðferðina hjá Ísaki sem var brautryðjandi í kennslu yngri barna.“ Í hljóðlestri eru orð ekki slitin í sundur, það eru tengsl milli hljóða sem verður lestur með æfingu. Hljóðlestraraðferðin byggir á því að börn læri hljóðin og þekki táknin þeirra. „Ég hef mikla trú á hljóðlestraraðferðinni því með henni renna börn svo auðveldlega inn í lesturinn,“ segir Herdís. Hún segir lestrarvanda barna mikla áskorun. „Það er vegna þess að við eigum við ofurefli að etja, sem er tæknin og innreið hennar í líf okkar,“ segir Herdís. „ Nú til dags veit ég að það er erfiðara að gera lestur spennandi vegna keppinauta í afþreyingu og tækni. En það er nú samt hægt. Því ekkert kemur í stað þess að lesa. Við megum samt ekki fyllast vanmætti, verðum að halda áfram starfi okkar hægt og rólega. Án niðurrifs. Fullorðið fólk verður að vera tilbúið þegar börn sýna lestri áhuga. Grípa það eins og brothættan dýrgrip og fara vel með. Kennarar sá fræjum og svo fylgjumst við með vextinum. Sum börn þurfa meiri tíma en önnur, þetta hefur allt sinn gang. Við bætum við næringu, hlúum að. Gerum það með jákvæðni og uppörvun en ekki gagnrýni,“ segir Herdís. „Það að kunna að lesa er dýrmætt. Leikur og gleði nær til ungra barna og þau vilja læra.“ Kennsluhandbók Herdísar, Það kemur saga út úr mér! Þarna má líka sjá stafablöðin sem hægt er að hengja upp á vegg.vísir/eyþórEkki neyða börnHerdís segir mikilvægt að leyfa börnum að skynja getu sína þegar þau hafa lært að lesa. „Segjum sem svo að barnið þitt sé búið að læra alla stafina. Það vill lesa stóra fullorðinsbók. Þá megum við ekki segja nei, þetta er ekki fyrir þig. Þetta er fyrir fullorðna. Við eigum bara að hvetja þau til að prófa að lesa en segja þeim að ef þeim finnist þetta ekki spennandi sé til fullt af öðrum skemmtilegum bókum. Heimur bókmennta sé stór og spennandi. Þau geti lesið allar bækur sem til eru, af því að stafirnir eru ekki fleiri í fullorðinsbókunum heldur koma þeir bara oftar fyrir. Börnum á að finnast þau vera með undraverða hæfileika. Því það er rétt. Við eigum frekar að segja við börn að það sé alls ekki víst að allar bækur séu skemmtilegar fyrir þau. Séu þau að lesa bók sem þeim finnst ekki spennandi eigi þau bara að fara og fá sér nýja bók. Ekki neyða börn til að klára leiðinlegar bækur. Það er vís leið til þess að fá þau til að hætta að finnast skemmtilegt og undravert að kunna að lesa. Forvitnin er mikilvæg þessi fyrstu ár í lestri,“ segir Herdís. „Ekki myndum við láta kúga okkur til að klára bækur. Af hverju ætti það að vera öðruvísi fyrir börn?“Söngur og leikurMeð bókinni fylgja stafaspjöld sem Herdís hengdi upp á vegg um leið og stafurinn hafði verið kenndur. Hún notaði gælunöfn yfir stafina. S var slöngustafur, Ó var óhappastafur, D var dropastafur til að mynda. Þá rifjast upp sögur og hljóð tengd stafnum. Herdís lét börnin teikna, syngja, leika sögur um stafi, dansa, klippa og líma og föndra. „Það fer eftir þroska og áhuga barnanna. Ef þau vilja hlusta þá er gullið tækifæri. Ef kennara tekst að fá börn í alvörunni til að hlusta, þá gengur vel. Bæði læs og ólæs börn hafa gaman af sögum og leikjum í kringum stafi og hljóð. Oft var ég með fluglæs börn sem vildu alls ekki missa af leikjunum. Mér finnst leiðinlegt þegar ég heyri fullorðið fólk eða kennara segja við börn: Þú átt að vera búinn að læra þetta! Sumir staglast á þessu þegar þeim finnst börnum ganga hægt og illa að læra að lesa. Það má alls ekki segja þetta við börn. Það brýtur þau niður og það hefur engan tilgang.“Ekki ólæs þjóðHerdís vonar að Íslendingar verði aldrei meðal ólæsra þjóða. „Jú, þetta er ójafn bardagi. En ég held að við getum unnið hann og legg mitt af mörkum og ég trúi að við þurfum að koma til móts við barnið fyrr. Strax og barnið vill líta á bók. Allt niður í tveggja ára,“ segir Herdís. Hún gefur út bókina orðin áttatíu og tveggja ára gömul. Hún hlær og segir marga forviða yfir því hvað henni gangi til á gamals aldri að stússast svona. „Það kemur engum við hvað ég er gömul og síst af öllum sjálfri mér, ég bý enn að gleðinni og trúi á hljóðlestraraðferðina. Ég vona að bókin mín komi til góða í kennslu og ég vona að við verðum ekki ólæs þjóð,“ segir Herdís. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent