Segja útspil sveitarfélaganna afar villandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 16:19 Fulltrúar grunnskólakennara á fundi með viðsemjendum sínum frá sveitarfélögunum hjá ríkissáttasemjara á dögunum. VÍSIR/JÓI K Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilum þeirra vera afar villandi og að sambandið sleppi mikilvægum staðreyndum í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni var birt línurit sem gaf til kynna að meðaldagvinnulaun félagsmanna FG hafi hækkað töluvert umfram laun starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði frá mars 2013 til mars 2016. Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir línuritið vera villandi í ljósi þess að það endurspegli ekki að kostnaðaráhrif kjarasamninganna hafi verið minni en launahækkarnirar á þessu tímabili.Sjá einnig: „Þetta er auðvitað galin framsetning“ „Flestir kennarar afsöluðu sér t.d. kennsluafslætti (sem leiðir til meiri kennslu), gerðar voru breytingar á viðverutíma kennara, launapottur var færður inn í grunnlaun, aukin vinna færð á uppbrotsdaga og fleira. Allt þetta leiðir til lægri launakostnaðar sveitarfélaganna nú þegar og einnig þegar litið er til lengri tíma,“ segir á heimasíðu Kennarasambandsins.„Það má því vera ljóst að framsetning sveitarfélaganna á launaupplýsingum vegna grunnskólakennara í gær var afar villandi.“ Að endingu telur félagið að mikilvægt sé að samningsaðilarnir „séu ekki að eyða orku og tíma í orðaskak í fjölmiðlum heldur beiti kröftum sínum í að ná ásættanlegri niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir undir stjórn sáttasemjara,“ eins og það er orðað. Kennarar og Samband Íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Deiluaðilar hafa fundað statt og stöðugt frá vikubyrjun en lítið hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra, og fjöldi kennara sagt upp vegna stöðunnar. Tengdar fréttir „Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22 Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09 Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilum þeirra vera afar villandi og að sambandið sleppi mikilvægum staðreyndum í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni var birt línurit sem gaf til kynna að meðaldagvinnulaun félagsmanna FG hafi hækkað töluvert umfram laun starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði frá mars 2013 til mars 2016. Samninganefnd Félags grunnskólakennara segir línuritið vera villandi í ljósi þess að það endurspegli ekki að kostnaðaráhrif kjarasamninganna hafi verið minni en launahækkarnirar á þessu tímabili.Sjá einnig: „Þetta er auðvitað galin framsetning“ „Flestir kennarar afsöluðu sér t.d. kennsluafslætti (sem leiðir til meiri kennslu), gerðar voru breytingar á viðverutíma kennara, launapottur var færður inn í grunnlaun, aukin vinna færð á uppbrotsdaga og fleira. Allt þetta leiðir til lægri launakostnaðar sveitarfélaganna nú þegar og einnig þegar litið er til lengri tíma,“ segir á heimasíðu Kennarasambandsins.„Það má því vera ljóst að framsetning sveitarfélaganna á launaupplýsingum vegna grunnskólakennara í gær var afar villandi.“ Að endingu telur félagið að mikilvægt sé að samningsaðilarnir „séu ekki að eyða orku og tíma í orðaskak í fjölmiðlum heldur beiti kröftum sínum í að ná ásættanlegri niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir undir stjórn sáttasemjara,“ eins og það er orðað. Kennarar og Samband Íslenskra sveitarfélaga hittust í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Deiluaðilar hafa fundað statt og stöðugt frá vikubyrjun en lítið hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra, og fjöldi kennara sagt upp vegna stöðunnar.
Tengdar fréttir „Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22 Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09 Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Galin framsetning“ Formaður Félags grunnskólakennara gagnrýnir framsetningu Sambands Íslenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2016 11:22
Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. 23. nóvember 2016 15:09
Fleiri kennarar munu segja upp störfum "Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla. 24. nóvember 2016 07:00