Enski boltinn

Southgate að klára fjögurra ára samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Southgate á hliðarlínunni í leik Englands og Spánar.
Southgate á hliðarlínunni í leik Englands og Spánar. vísir/getty
Gareth Southgate verður þjálfari enska landsliðsins fram yfir EM 2020 ef marka má fréttir enskra fjölmiðla, líkt og Guardian.

Southgate fór í viðtal hjá forráðamönnum enska sambandsins á mánudag og var í raun eini maðurinn sem kom til greina í starfið að þessu sinni.

Southgate náði að heilla forystumenn enska sambandsins á fundinum og er nú með fjögurra ára tilboð á borðinu. Talið er að hann fái um eina og hálfa milljón punda, 211 milljónir króna, í árslaun.

Uppsagnarákvæði verður í samningi hans eftir HM 2018 en fyrsti leikur hans verður vináttulandsleikur gegn Þýskalandi þann 22. mars. England mætir svo Litháen í undankeppni HM 2018 fjórum dögum síðar.

Southgate tók tímabundið við þjálfun landsliðsins þegar Sam Allardyce hætti í kjölfar uppljóstrana um að hann hafi þáð greiðslu fyrir ráðleggingar um hvernig má komast fram hjá reglum enska sambandsins um félagaskipti.


Tengdar fréttir

Staða Southgates orðin sterkari

Flest bendir til þess að Gareth Southgate verði ráðinn til frambúðar sem þjálfari enska landsliðsins í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×