Innlent

„Galin framsetning“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kennarar eru ósáttir.
Kennarar eru ósáttir. Vísir/Ernir
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, gagnrýnir framsetningu Sambands íslenskra sveitarfélaga um launaþróun kennara og segir hana einfaldlega ranga. Sambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem bent er á að launaþróun kennara hafi haldist í hendur við þróun á almennum og opinberum markaði á undanförnum árum.

„Þeir hljóta að leiðrétta þetta. Þetta er galin framsetning og það borgar sig kannski ekki í bili að tjá sig um þetta heldur gefa þeim tækifæri til þess að endurskoða þetta og setja þetta aftur fram,“ segir Ólafur.

Í tilkynningunni frá sambandinu segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hafi hækkað um þrjátíu prósent frá því að gengið var frá kjarasamningi við þá í maí 2014 og að byrjunarlaun hafi hækkað meira.

„Þetta er auðvitað ekki með þessum hætti og þarna er hálf sagan sögð og ég trúi því að þetta hafi verið sett fram í einhverju framhlaupi. En við skulum sjá hvort þeir lagfæri þetta ekki í rólegheitum,“ segir Ólafur jafnframt.

Kennarar og Samband Íslenskra sveitarfélaga munu hittast í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Deiluaðilar hafa fundað statt og stöðugt frá vikubyrjun en lítið hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra, og fjöldi kennara sagt upp vegna stöðunnar.


Tengdar fréttir

Fleiri kennarar munu segja upp störfum

"Mér skilst að fleiri uppsagnir séu á döfinni, núna á föstudag,“ segir Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara í Norðlingaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×