Innlent

Mótmæla innleiðingu nýs námsmats

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Kennarar í Laugalækjarskóla segja innleiðingu nýs námsmats leiða til ósamræmis í nálgun og vinnubrögðum skóla. Þeir gagnrýna innleiðingu þess og segja undirbúning stjórnvalda takmarkaðan og munu ekki vinna frekar að innleiðingu námsmatsins að svo stöddu.

Í ályktun frá kennurunum segir að meðal annars muni innleiðingin og framkvæmd námsmatsins hafa alvarlegar afleiðingar fyrir skólastarlið og þá „ekki síst á útskrift 10. bekkinga úr grunnskóla í vor.

„Einnig ber að nefna hið gríðarlega vinnuálag sem þessu fylgir án þess að fjármagn eða aukinn tími fylgi til að leysa verkefnið. Auk þess sem þessi vinna hamlar annarri skólaþróun,“ segir í ályktuninni.

Þar segir enn fremur að kennararnir krefjist þess að Menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun „fullvinni og prufukeyri hið nýja námsmat áður en því er varpað aftur til skólanna, að öðrum kosti verður nánast ekkert samræmi í námsmati við lok 10. bekkja“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×