Khabib ætti að vera næstur í titilbardaga í léttvigt UFC enda efstur á lista áskorenda og er þess utan ósigraður í 24 bardögum á ferlinum.
Hann fór illa með Michael Johnson sama kvöld og Conor tryggði sér léttvigtartitilinn. Í miðjum bardaga öskraði Rússinn á Dana White, forseta UFC, að hann vildi fá titilbardaga. Svo miklir voru yfirburðir hans gegn Johnson.
Conor sagði sjálfur eftir kvöldið að Khabib ætti ekki skilið að fá titilbardaga þar sem hann væri alltaf að draga sig út úr bardögum. Rússinn keppti ekkert árið 2015 vegna meiðsla.
Khabib er skrímsli og sumir telja að Conor þori ekki í hann. Rússinn er frábær glímumaður og þeir eru til sem segja að hann myndi pakka Conor saman.
Khabib birti á Twitter skilaboð sem hann sendi Íranum í skilaboðum á samfélagsmiðlinum þar sem hann skorar Írann á hólm.
I am old school and try to do this man to man but the he don't want anything to do with a real man. Time to move on @danawhite@seanshelbypic.twitter.com/ilAL4yM6O7
— khabib nurmagomedov (@TeamKhabib) November 23, 2016
„Þú verður að berjast við mig. Þú getur ekki flúið í hvert skipti sem þú lítur í spegilinn. Þá geturðu ekki borið virðingu fyrir sjálfum þér og börnin þín og fjölskylda munu ekki gera það heldur,“ skrifaði Khabib til meistarans.
„Ég veit ég henta þér illa í búrinu en reyndu að deyja eins og írskur stríðsmaður. Ekki flýja eins og kjúklingur. Þú þarft að vernda heiður þíns fólks.“
Skilaboðin í heild má sjá hér að ofan en ekki kemur fram hvort Conor sé búinn að svara honum.