Enski boltinn

Sérstök símalína fyrir fótboltamenn sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David White er eitt af fórnarlömbunum.
David White er eitt af fórnarlömbunum. Vísir/Getty
Góðgerðasamtökin NSPCC, sem berjast fyrir réttindum barna, hafa sett á laggirnar sérstaka símalínu fyrir fótboltamenn sem urðu fyrir kynferðislegri áreitni þjálfara þegar þeir voru ungir.

Í vikunni hafa fjöldi þekktra fótboltamanna í Bretlandi sagt frá ömurlegum aðstæðum sem þeir voru í sem ungir menn þegar þjálfarar þeirra áreittu þá kynferðislega.

Þetta eru David White, fyrrum leikmaður Manchester City, Andy Woodward og Steve Walters, fyrrum leikmenn Crewe og svo Paul Stewart, fyrrum leikmaður Tottenham.

Símalína NSPCC samtakanna hefur stuðning enska knattspyrnusambandsins en eins og oft áður, þegar einn kemur fram með sína sögu, aukast líkurnar að fleiri þora að segja frá.  Svo hefur einnig verið raunin í þessu máli. BBC segir frá.

Andy Woodward steig fyrsta skrefið þegar hann sagði frá böl sinni vegna kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir frá þjálfara sínum Barry Bennell þegar Woodward  var ungur fótboltastrákur hjá Crewe.

Barry Bennell þessi hefur seinna verið dæmdur fyrir barnaníð en ekki þó fyrir þann hrylling sem hann gerði Andy Woodward. Ellefu manns hafa síðan komið fram og sagt frá kynferðisbrotum Bennell þegar hann þjálfaði yngri flokka hjá Crewe.

Mál Barry Bennell var mjög alvarlegt en það er engan veginn eindæmi. Það hefur sýnt sig þegar leikmenn sem fóru í gegnum svipaðan hrylling hjá öðrum félögum eins og þeir David White og Paul Stewart.

„Kynferðisleg áreitni má ekki eiga neinn felustað í fótboltanum okkar. Það eru ef til margir til viðbótar sem hafa gengið í gegnum svona hrylling sem ungir leikmenn en hafa ekki sagt frá því,“ sagði Peter Wanless, yfirmaður NSPCC samtakanna.

Símalína NSPCC verður opin alla daga, 24 tíma á sólarhring. Samtök atvinnuknattspyrnumanna býst við því að það að muni mun fleiri koma fram og segja frá kynferðislegu áreitni yngri flokka þjálfara í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Þjálfarinn minn misnotaði mig

Paul Stewart, fyrrum leikmaður Tottenham og Liverpool, steig fram í dag og upplýsti að hann hefði verið misnotaður kynferðislega af þjálfaranum sínum er hann var unglingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×