Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp í dag: „Það ríkir bara þögul örvænting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 15:09 Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara, er einn tólf kennara í Norðlingaskóla sem sögðu upp störfum í dag. Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp störfum laust eftir klukkan 14 í dag. Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. Kjaradeila grunnskólakennara við sveitarfélögin er nú á borði ríkissáttasemjara en samningafundi lauk í gær án árangur. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun. „Staðan er mjög alvarleg og ég met það svo að menn hafi ofboðslega lítinn tíma til að bregðast við þessu ef við eigum að hafa möguleika á að fólk verði ekki komið annað því ég veit að menn byrja strax í dag að leita sér að vinnu,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir stemninguna í Norðlingaskóla þessa dagana vera eins og í öðrum grunnskólum landsins.Nemendur hafa áhyggjur „Það ríkir bara þögul örvænting. Fólk vonar það besta en hefur ekkert endilega tilefni til þess að vera bjartsýnt því ef eitthvað er þá eru skilaboðin frá sveitarfélögunum og öðrum neikvæðari og aggressívari eftir því sem líður á frekar en jákvæðari og til marks um að menn ætli að leysa þetta,“ segir Ragnar. Aðspurður hvernig hljóðið er í nemendum skólans, sem er fyrir krakka í 1. til 10. bekk, segir hann að kennarar hafi markvisst ekki rætt stöðuna í kjaradeilunni við nemendur. „En auðvitað taka þau eftir þessu í fjölmiðlum og hafa áhyggjur en við fullorðna fólkið, bæði kennarar og sveitarfélögin, verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta bitni ekki á börnunum með neinum hætti og reyna að halda skólastarfi eðlilegu, jákvæðu og uppbyggilegu. En það er algjörlega ömurlegt að þurfa að standa í þessum slag fyrir opnum tjöldum en hitt hefur bara ekki virkað.“Verkfallið 2004, hrunið og kjarastefna sveitarfélaganna meginorsakir stöðunnar nú Ragnar kveðst vonast til þess að deiluaðilar finni lendingu sem verði til þess að einhverjir af þeim kennurum sem sagt hafa upp komi til baka, en með uppsögnunum í Norðlingaskóla í dag hafa að minnsta kosti 52 grunnskólakennarar sagt upp störfum vegna kjaradeilunnar. Hann segist þó jafnframt telja að mikil vinna sé framundan næstu mánuði við það að laga samband kennara við sína yfirmenn, það er sveitarfélögin.En hver er ástæðan fyrir þessari stöðu sem nú er uppi í kjaramálum kennara? Ragnar nefnir þrjár meginorsakir. „Í fyrsta lagi eru það atburðirnir 2004 þegar sett voru lög á kennara til að stöðva langt og erfitt verkfall. Síðan er það hrunið sem auðvitað skóp allt samfélagið hér og bitnaði mest á almannakerfunum okkar, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, eins og við sjáum í dag. Í þriðja lagi eru það síðan sveitarfélögin sem hafa rekið afskaplega misráðna og vonda stefnu í kjaramálum kennara.“ Tengdar fréttir Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Tólf kennarar í Norðlingaskóla sögðu upp störfum laust eftir klukkan 14 í dag. Ragnar Þór Pétursson, trúnaðarmaður kennara við skólann, er einn af þeim sem lagði inn uppsagnarbréf en hann segir hljóðið í kennurum við skólann mjög þungt. Kjaradeila grunnskólakennara við sveitarfélögin er nú á borði ríkissáttasemjara en samningafundi lauk í gær án árangur. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun. „Staðan er mjög alvarleg og ég met það svo að menn hafi ofboðslega lítinn tíma til að bregðast við þessu ef við eigum að hafa möguleika á að fólk verði ekki komið annað því ég veit að menn byrja strax í dag að leita sér að vinnu,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir stemninguna í Norðlingaskóla þessa dagana vera eins og í öðrum grunnskólum landsins.Nemendur hafa áhyggjur „Það ríkir bara þögul örvænting. Fólk vonar það besta en hefur ekkert endilega tilefni til þess að vera bjartsýnt því ef eitthvað er þá eru skilaboðin frá sveitarfélögunum og öðrum neikvæðari og aggressívari eftir því sem líður á frekar en jákvæðari og til marks um að menn ætli að leysa þetta,“ segir Ragnar. Aðspurður hvernig hljóðið er í nemendum skólans, sem er fyrir krakka í 1. til 10. bekk, segir hann að kennarar hafi markvisst ekki rætt stöðuna í kjaradeilunni við nemendur. „En auðvitað taka þau eftir þessu í fjölmiðlum og hafa áhyggjur en við fullorðna fólkið, bæði kennarar og sveitarfélögin, verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta bitni ekki á börnunum með neinum hætti og reyna að halda skólastarfi eðlilegu, jákvæðu og uppbyggilegu. En það er algjörlega ömurlegt að þurfa að standa í þessum slag fyrir opnum tjöldum en hitt hefur bara ekki virkað.“Verkfallið 2004, hrunið og kjarastefna sveitarfélaganna meginorsakir stöðunnar nú Ragnar kveðst vonast til þess að deiluaðilar finni lendingu sem verði til þess að einhverjir af þeim kennurum sem sagt hafa upp komi til baka, en með uppsögnunum í Norðlingaskóla í dag hafa að minnsta kosti 52 grunnskólakennarar sagt upp störfum vegna kjaradeilunnar. Hann segist þó jafnframt telja að mikil vinna sé framundan næstu mánuði við það að laga samband kennara við sína yfirmenn, það er sveitarfélögin.En hver er ástæðan fyrir þessari stöðu sem nú er uppi í kjaramálum kennara? Ragnar nefnir þrjár meginorsakir. „Í fyrsta lagi eru það atburðirnir 2004 þegar sett voru lög á kennara til að stöðva langt og erfitt verkfall. Síðan er það hrunið sem auðvitað skóp allt samfélagið hér og bitnaði mest á almannakerfunum okkar, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, eins og við sjáum í dag. Í þriðja lagi eru það síðan sveitarfélögin sem hafa rekið afskaplega misráðna og vonda stefnu í kjaramálum kennara.“
Tengdar fréttir Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58 Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00 Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. 22. nóvember 2016 16:58
Hljóðið í kennurum er þungt um allt land Kennarar um allt land lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjarabætur. Þungt hljóð er í kennurum sem óttast flótta úr stéttinni komi ekki til leiðréttinga á launum þeirra. Aðrir hópar hafa fengið meira að þeirra mati. 23. nóvember 2016 07:00
Fjölmargir kennarar íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðamót Grunnskólakennarar lögðu niður störf klukkan hálf tvö í dag. Fjörutíu hafa sagt upp störfum og enn fleiri íhuga uppsögn fyrir næstu mánaðarmót. 22. nóvember 2016 18:42