Katrín upplýsti forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:12 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra. Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi í dag við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata. Formenn flokkanna fimm funduðu í morgun og munu funda aftur klukkan 16 í dag. Aðspurð hvort að Katrín sjái fyrir sér að eftir þann fund muni liggja fyrir hvort henni takist að mynda nýja ríkisstjórn eða ekki segir hún: „Ég er ekki að setja neinar ákveðnar tímaáætlanir en það er auðvitað orðið tímabært eftir vinnu málefnahópanna að formenn flokkanna taki afstöðu í tilteknum málum þannig að það er það sem við ætlum að gera í dag. En ég ætla ekkert að loka fyrir það að það geti dregist eitthvað.“ Katrín segir að málin skýrist fyrir helgina og að formennirnir séu að taka á stóru málunum í dag en ítrekar að hún geti ekki sagt til um hvort að þeim takist að klára viðræðurnar í dag. Á meðal stóru málanna eru skattamálin, sjávarútvegurinn og stjórnarskráin en yfirlýsingar Katrínar um þrengri stöðu ríkissjóðs en áður var talið og hátekjuskatt hafa vakið nokkra athygli í gær og í dag, en undir orð hennar um þrengri stöðu ríkissjóðs hafa meðal annars þeir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, og Benedikt Jóhannesson, tekið. „Það eru allir flokkar hérna búnir að lofa miklum útgjöldum og fólk verður að sýna fram á hvernig það vill ná þeim fram. Það er nú ekki eins og stefna okkar VG í skattamálum hingað til hafi verið leyndarmál og það sem við erum að reyna að átta okkur á er hvar leiðir flokkanna liggja saman í því,“ segir Katrín og bendir á að skattamálin verði ekki slitin úr samhengi við verkefnin í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og hvað varðar kjör öryrkja og aldraðra.
Tengdar fréttir „Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Ég hef trú á því að það sé hægt að brúa þetta bil“ Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist hóflega bjartsýnn á flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái saman og myndi nýja ríkisstjórn. 23. nóvember 2016 13:18
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Vilja setja hátekjuskatt á laun yfir 1,5 milljónir Formaður VG segir að auknar álögur á sjávarútveg og ferðaþjónustu dugi ekki til að stoppa upp í gatið sem heilbrigðisþjónusta í landinu stendur frammi fyrir. Hugmyndir um hátekjuskatt snúist um að búa til réttlátara skattkerfi. 23. nóvember 2016 00:01