Helstu kenningar Westworld Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2016 14:00 William og Dolores á góðri stund. Mynd/HBO Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. Þrátt fyrir fjölmargar spurningar sem hafa vaknað hefur verið lítið um svör hingað til.Hér að neðan verður farið yfir nokkrar af þeim fjölmörgu kenningum sem haldið er á lofti varðandi þættina. Þar af leiðandi verður fjallað um það sem hefur gerst og það sem mun mögulega gerast.Sem sagt: HÖSKULDARVIÐVÖRUN! Flýið sem fætur toga!Nú nálgumst við endalokin á fyrstu þáttaröð Westworld, en áttundi þátturinn af tíu var sýndur ytra á sunnudaginn og hér heima á mánudaginn. Fjölmargar spurningar eru uppi á meðal áhorfenda og þar sem fáum þeirra er svarað af einhverju viti í þáttunum sjálfum, þá snúa áhorfendur bökum saman og reyna að finna svörin sjálfir. Allt frá því að fyrsti þátturinn var sýndur hafa fjölmargar kenningar verið uppi um þættina. Eðlilega hefur þeim þó fækkað jafn óðum með fleiri þáttum og frekari upplýsingum sem áhorfendum berast. Við ætlum að fara hér að neðan yfir helstu og stærstu kenningu Westworld og hve líkleg hún er. Einnig verður farið yfir hvað hið margumrædda völundarhús er.Margar tímalínur? Þessi kenning hefur verið á lífi frá fyrsta þætti. Það er að áhorfendur sjái mismunandi sögur gerast á mismunandi tímum. Annar hluti kenningarinnar er sá að William og Maðurinn í svörtu (ekki Jónsi) séu einn og sami maðurinn.Will Transforms from westworld Kenningin felur því í sér að ferðalög William og Dolores annars vegar og Teddy og Mannsins í svörtu (MiB) hinsvegar séu að gerast með margra ára millibili. Það er nokkuð auðvelt að halda áhorfendum giskandi þegar meira en helmingurinn af leikurunum eru vélmenni sem eldast ekki. Fyrir utan þá staðreynd að hver sem er gæti í raun verið vélmenni. Í síðasta þætti komu upp nokkur atriði sem ýttu verulega undir þessa kenningu en hún hefur ekki fengist staðfest.Gamlir vinir Einhverjir muna ef til vill eftir því þegar William og Logan komu fyrst í skemmtigarðinn sem Westworld er, í þætti tvö, en þá tók ung kona á móti William. Sú kona sást aftur í áttunda þætti, í allt öðru hlutverki, en Teddy og MiB fundu hana þar sem hún lá inn um fjölda líka. Þá var MiB nokkuð hissa og sagðist hafa gert ráð fyrir því að forsvarsmenn garðsins hefðu slökkt á henni fyrir löngu síðan þar sem hún væri mjög gömul. Í fyrsta þætti Westworld sagði MiB líka við Dolores að þau væru mjög gamlir vinir. Það kom honum á óvart að hún þekkti hann ekki eftir „allt sem þau höfðu gengið í gegnum á síðustu 30 árum“. Annað sem ýtir undir þessa kenningu er að merki Westworld er öðruvísi þegar William og Logan komu fyrst í garðinn og það er í „nútíma“ tímalínunni (myndir í tenglunum). Gamla merkið hefur einungis einu sinni sést áður. Það er þegar Ford hugsar 30 ár aftur í tímann. Það eru nokkur atriði sem gera þessa kenningu ólíklega. Það helsta er að í þætti þrjú man Dolores eftir því þegar MiB réðst á hana, en þá virðist hún vera stödd í sömu tímalínu og William og Logan. Hún hittir þá skömmu eftir að hún man eftir árásinni, sem samkvæmt kenningunni hefði ekki verið búin að eiga sér stað. Sama hvort kenningin sé rétt eða ekki er það staðreynd að höfundar Westworld vilja að við höldum að William og MiB séu sami maðurinn. Þetta atriði virðist til dæmis vera sett inn til þess eins að rugla áhorfendur og ýta undir vangaveltur um margar tímalínur.Völundarhúsið „The Maze“ eða völundarhúsið er eitthvað sem hefur margsinnis verið rætt um í Westworld. MiB leitar að því og til þess að finna það lætur hann vélmenni garðsins þjást. Hann útskýrði betur hverju hann var að leita að í áttunda þætti. Þá sagði hann Teddy frá því að eiginkona hans hefði framið sjálfsmorð fyrir nokkru og dóttir þeirra hefði kennt honum um það. Niðurbrotinn fór hann inn í Westworld til að athuga hvort hann gæti fundið fyrir einhverjum tilfinningum. Til þess fann hann Maeve þar sem hún bjó með dóttur sinni og myrti þær báðar. Hann byrjaði á dótturinni en sagði að Maeve hefði ekki viljað deyja. Hún hefði barist gegn honum og reynt að bjarga dóttur sinni. Hún hefði í raun ekki verið vélmenni á þeim tímapunkti, heldur hafi hún verið „á lífi“. Maeve hélt á dóttur sinni og hljóp á brott en lagðist niður og dó í miðjunni á völundarhúsi sem hafði verið teiknað á jörðina.Í næsta atriði voru Bernard og Ford að skoða Maeve og kom í ljós að hún var enn í tilfinningalegu ójafnvægi. Enn í því ástandi sem MiB lýsti sem „á lífi“. Þá spratt upp á skjáinn, í skamman tíma, mynd af tölvu sem Bernard hélt á sem átti að sýna ástand gerviheila Maeve.Sjáið þið líkindin? Undirritaður er orðinn sannfærður um að völundarhúsið sé ekki einhver ákveðinn staður í Westworld. Þess í stað er það kort yfir sanna gervigreind. Hvernig gera á vélmenninn „lifandi“. Eins og áður segir eru margar kenningar á kreiki um Westworld. Eins og til dæmis þessi um að Dolores sé í raun Wyatt. Ómennið sem Teddy og MiB eru að elta. Þá eru einnig til kenningar um að Westworld gerist ekki í framtíðinni heldur á annarri plánetu. Það er nóg til og við förum kannski yfir það seinna. Höfundar og framleiðendur Westworld hafa ítrekað rætt um nákvæmnina sem fer í þáttaröðina. Þeir hafa nokkrum sinnum nefnt Bioshock leikina sem mikinn áhrifavald og þá sérstaklega alla þá vinnu sem lögð var í bakgrunninn í leiknum og þá nákvæmni sem lögð var í hann. Til marks um það má benda á öll þau svokölluðu „páskaegg“ sem sett eru í bakgrunna þáttanna. Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þættirnir Westworld úr smiðju HBO hafa verið að gera áhorfendur brjálaða af forvitni á undanförnum vikum. Þrátt fyrir fjölmargar spurningar sem hafa vaknað hefur verið lítið um svör hingað til.Hér að neðan verður farið yfir nokkrar af þeim fjölmörgu kenningum sem haldið er á lofti varðandi þættina. Þar af leiðandi verður fjallað um það sem hefur gerst og það sem mun mögulega gerast.Sem sagt: HÖSKULDARVIÐVÖRUN! Flýið sem fætur toga!Nú nálgumst við endalokin á fyrstu þáttaröð Westworld, en áttundi þátturinn af tíu var sýndur ytra á sunnudaginn og hér heima á mánudaginn. Fjölmargar spurningar eru uppi á meðal áhorfenda og þar sem fáum þeirra er svarað af einhverju viti í þáttunum sjálfum, þá snúa áhorfendur bökum saman og reyna að finna svörin sjálfir. Allt frá því að fyrsti þátturinn var sýndur hafa fjölmargar kenningar verið uppi um þættina. Eðlilega hefur þeim þó fækkað jafn óðum með fleiri þáttum og frekari upplýsingum sem áhorfendum berast. Við ætlum að fara hér að neðan yfir helstu og stærstu kenningu Westworld og hve líkleg hún er. Einnig verður farið yfir hvað hið margumrædda völundarhús er.Margar tímalínur? Þessi kenning hefur verið á lífi frá fyrsta þætti. Það er að áhorfendur sjái mismunandi sögur gerast á mismunandi tímum. Annar hluti kenningarinnar er sá að William og Maðurinn í svörtu (ekki Jónsi) séu einn og sami maðurinn.Will Transforms from westworld Kenningin felur því í sér að ferðalög William og Dolores annars vegar og Teddy og Mannsins í svörtu (MiB) hinsvegar séu að gerast með margra ára millibili. Það er nokkuð auðvelt að halda áhorfendum giskandi þegar meira en helmingurinn af leikurunum eru vélmenni sem eldast ekki. Fyrir utan þá staðreynd að hver sem er gæti í raun verið vélmenni. Í síðasta þætti komu upp nokkur atriði sem ýttu verulega undir þessa kenningu en hún hefur ekki fengist staðfest.Gamlir vinir Einhverjir muna ef til vill eftir því þegar William og Logan komu fyrst í skemmtigarðinn sem Westworld er, í þætti tvö, en þá tók ung kona á móti William. Sú kona sást aftur í áttunda þætti, í allt öðru hlutverki, en Teddy og MiB fundu hana þar sem hún lá inn um fjölda líka. Þá var MiB nokkuð hissa og sagðist hafa gert ráð fyrir því að forsvarsmenn garðsins hefðu slökkt á henni fyrir löngu síðan þar sem hún væri mjög gömul. Í fyrsta þætti Westworld sagði MiB líka við Dolores að þau væru mjög gamlir vinir. Það kom honum á óvart að hún þekkti hann ekki eftir „allt sem þau höfðu gengið í gegnum á síðustu 30 árum“. Annað sem ýtir undir þessa kenningu er að merki Westworld er öðruvísi þegar William og Logan komu fyrst í garðinn og það er í „nútíma“ tímalínunni (myndir í tenglunum). Gamla merkið hefur einungis einu sinni sést áður. Það er þegar Ford hugsar 30 ár aftur í tímann. Það eru nokkur atriði sem gera þessa kenningu ólíklega. Það helsta er að í þætti þrjú man Dolores eftir því þegar MiB réðst á hana, en þá virðist hún vera stödd í sömu tímalínu og William og Logan. Hún hittir þá skömmu eftir að hún man eftir árásinni, sem samkvæmt kenningunni hefði ekki verið búin að eiga sér stað. Sama hvort kenningin sé rétt eða ekki er það staðreynd að höfundar Westworld vilja að við höldum að William og MiB séu sami maðurinn. Þetta atriði virðist til dæmis vera sett inn til þess eins að rugla áhorfendur og ýta undir vangaveltur um margar tímalínur.Völundarhúsið „The Maze“ eða völundarhúsið er eitthvað sem hefur margsinnis verið rætt um í Westworld. MiB leitar að því og til þess að finna það lætur hann vélmenni garðsins þjást. Hann útskýrði betur hverju hann var að leita að í áttunda þætti. Þá sagði hann Teddy frá því að eiginkona hans hefði framið sjálfsmorð fyrir nokkru og dóttir þeirra hefði kennt honum um það. Niðurbrotinn fór hann inn í Westworld til að athuga hvort hann gæti fundið fyrir einhverjum tilfinningum. Til þess fann hann Maeve þar sem hún bjó með dóttur sinni og myrti þær báðar. Hann byrjaði á dótturinni en sagði að Maeve hefði ekki viljað deyja. Hún hefði barist gegn honum og reynt að bjarga dóttur sinni. Hún hefði í raun ekki verið vélmenni á þeim tímapunkti, heldur hafi hún verið „á lífi“. Maeve hélt á dóttur sinni og hljóp á brott en lagðist niður og dó í miðjunni á völundarhúsi sem hafði verið teiknað á jörðina.Í næsta atriði voru Bernard og Ford að skoða Maeve og kom í ljós að hún var enn í tilfinningalegu ójafnvægi. Enn í því ástandi sem MiB lýsti sem „á lífi“. Þá spratt upp á skjáinn, í skamman tíma, mynd af tölvu sem Bernard hélt á sem átti að sýna ástand gerviheila Maeve.Sjáið þið líkindin? Undirritaður er orðinn sannfærður um að völundarhúsið sé ekki einhver ákveðinn staður í Westworld. Þess í stað er það kort yfir sanna gervigreind. Hvernig gera á vélmenninn „lifandi“. Eins og áður segir eru margar kenningar á kreiki um Westworld. Eins og til dæmis þessi um að Dolores sé í raun Wyatt. Ómennið sem Teddy og MiB eru að elta. Þá eru einnig til kenningar um að Westworld gerist ekki í framtíðinni heldur á annarri plánetu. Það er nóg til og við förum kannski yfir það seinna. Höfundar og framleiðendur Westworld hafa ítrekað rætt um nákvæmnina sem fer í þáttaröðina. Þeir hafa nokkrum sinnum nefnt Bioshock leikina sem mikinn áhrifavald og þá sérstaklega alla þá vinnu sem lögð var í bakgrunninn í leiknum og þá nákvæmni sem lögð var í hann. Til marks um það má benda á öll þau svokölluðu „páskaegg“ sem sett eru í bakgrunna þáttanna.
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira