Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:58 Kennarar mættu á borgarstjórnarfund í Hagaskóla í seinustu viku eftir samstöðufund þeirra í Háskólabíó vegna kjaradeilunnar. vísir/ernir Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“ Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“
Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17
„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43
Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23