Kennarar við Hagaskóla hætta innleiðingu nýrrar aðalnámskrár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 16:58 Kennarar mættu á borgarstjórnarfund í Hagaskóla í seinustu viku eftir samstöðufund þeirra í Háskólabíó vegna kjaradeilunnar. vísir/ernir Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“ Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Kennarar við Hagaskóla hafa ákveðið að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla og ekki hefja vinnu við hana aftur fyrr en samningar nást um kaup og kjör kennara. Eins og fjallað hefur verið um standa grunnskólakennarar nú í kjaradeilu við Samband íslenskra sveitarfélaga en kennarar hafa á þessu ári fellt tvo kjarasamninga. Kjaradeilan er nú á borði ríkissáttasemjara en mikil ólga er meðal kennara en þó nokkrir þeirra hafa sagt upp störfum. Þá gengu kennarar út úr grunnskólum klukkan 13:30 í dag og fyrir viku fjölmenntu þeir á samstöðufund í Háskólabíó. Í ályktun sem kennarar í Hagaskóla samþykktu í liðinni viku eftir kennarafund undir stjórn trúnaðarmanns er greint frá ákvörðun um að hætta frekari innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þá segir jafnframt: „Grunnskólakennurum hefur verið gert skylt að taka að sér innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Þessi innleiðing kallar á gríðarlega endurskoðun á námsmati og kennslu og ætlast er til að kennarar sinni þessari vinnu án þess að fá til þess nægan tíma eða fjármagn. Aðalstarf kennara á að felast í kennslu, undirbúningi hennar og úrvinnslu. Síaukin verkefni sem lögð hafa verið á herðar kennara hafa dregið úr möguleika þeirra til að sinna aðalstarfi sínu nægilega vel. Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hefur ekki aðeins lagt aukið álag á nú þegar störfum hlaðna kennara heldur einnig dregið enn frekar úr tækifærum þeirra til að sinna nemendum sínum af fullum krafti. Með því að stöðva innleiðingu nýrrar aðalnámskrár vilja kennarar við Hagaskóla mótmæla óþarflega miklu vinnuálagi og vanhugsaðri innleiðingu aðalnámskrárinnar. Jafnframt vilja þeir fá til baka eitthvað af löngu glötuðum tíma til að sinna kennslu en fyrst og fremst þrýsta á bæði sveitarfélög og ríki að semja sem allra fyrst.“
Tengdar fréttir Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17 „Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43 Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við Seljaskóla „Þetta leggst óskaplega illa í mig.“ 21. nóvember 2016 22:17
„Það er ekki hægt að standa í þessu ár eftir ár að vera alltaf að kvarta yfir þessu“ Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara segir að geti sveitarfélögin ekki forgansraðað fjármunum í grunnþjónustu á borð við rekstur grunnskóla þurfi þau einfaldlega að skila rekstri skólanna aftur til ríkisins. 21. nóvember 2016 10:43
Kennarar ganga út í dag Grunnskólakennarar leggja niður störf vegna kjaradeilunnar. 22. nóvember 2016 10:23
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent