Innlent

Ný ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá meðferð málsins árið 1978.
Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir
Endurupptökunefnd á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svonefndu mun ekki skila niðurstöðu sinni í þessum mánuði líkt og til stóð. Nefndinni barst ný ábending í málinu í síðustu viku sem þykir þess eðlis að rannsaka þurfi máli betur, að sögn Björns L. Bergssonar, formanns endurupptökunefndar, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá.

„Endurupptökunefnd barst ábending sem sett var fram af traustum aðila þannig að við töldum rétt að þessi saga yrði sannreynd. Við erum búin að beina því til setts ríkissaksóknara að gera það,“ segir Björn.

Sakborningum í málinu og lögmönnum þeirra var tilkynnt um þessar nýju vendingar í gær. Björn segir að niðurstaða nefndarinnar muni því ekki liggja fyrir fyrr en eftir áramót. Hann segist ekki geta gefið upplýsingar um ábendinguna að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×