Innlent

Foreldrafélög lýsa yfir áhyggjum og skora á stjórnvöld

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Foreldrar segjast afar áhyggjufullir.
Foreldrar segjast afar áhyggjufullir. vísir/vilhelm
Foreldrafélög grunnskólanna fimm í Breiðholti hvetja borgaryfirvöld til þess að beita sér fyrir því að samið verði við kennara hið fyrsta. Nú þegar séu kennarar við skólana farnir að segja upp störfum og náist ekki friður um störf grunnskólakennara sé viðbúið að neyðarástand og upplausn muni ríkja í grunnskólunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum við börnin, að því er segir í ályktun frá félögunum.

Foreldrafélagið Vaðið í Norðlingaskóla hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu kennara en þar segir að ríki og sveitarfélög hafi með langvarandi aðgerðarleysi brotið á rétti barna með rangri forgangsröðun.

Samningamenn grunnskólakennara og sveitarfélaganna áttu fund hjá ríkissáttasemjara í gær, en samningamenn vörðust allra frétta að fundi loknum. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×