Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Ríkisendurskoðun telur að Landsbankinn hafi selt Borgun á undirverði. Ekki fást skýr svör við því hvort bankastjórinn njóti trausts frá formanni bankaráðs Landsbankans. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hófust í dag.

Píratar þurfa að gefa afslátt af kröfu um hreina utanþingsstjórn en stefna þeirra felur í sér að flokkurinn eigi ekki aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja samtímis á þingi. Við ræðum við Katrínu Jakobsdóttur formann VG um gang stjórnarmyndunarviðræðna og spáum í spilin í beinni útsendingu með Helga Hrafni Gunnarssyni fyrrverandi þingmanni flokksins.

Hælisleitendur sem fá synjun er meinað að koma aftur til Íslands samkvæmt nýju verklagi Útlendingastofnunar um endurkomubann. Við förum ítarlega yfir málið í kvöldfréttunum og ræðum við staðgengil forstjóra stofnunarinnar. Við fjöllum líka um sex íslenskar fjölskyldur sem hafa tekið að sér að fóstra fylgdarlaus börn sem hafa fengið hæli á Íslandi. Loks fjöllum við um óvenjulega ættfræði en líkur benda til að Donald Trump og Íslendingar eigi sameiginlegar rætur á norrænasta svæði Bretlandseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×