Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði 21. nóvember 2016 16:00 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Sjá einnig: Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Vegna þessa hefur körfuknattleiksdeild Vals sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna leiks í 9. flokk stúlkna í körfuknattleik og ummæla í kjölfarið Körfuknattleikur er göfug og fögur íþrótt, í sinni einföldustu mynd er markmiðið að skora fleiri stig en andstæðingurinn. Sem í daglegu tali er kallað að vinna. Það er markmið flestra sem fara í kappleik að sigra, a.m.k. eftir að þátttöku í yngstu aldurshópum lýkur. Sú tilfinning að sigra er sæt og með sama hætti getur verið súrt að tapa kappleik. Flest lið upplifa hvorutveggja, sigra stundum og tapa stundum. Heilbrigður gangur leiksins og lífsins. Hins vegar eru flestir sammála um þá augljósu staðreynd að það er ekki sama hvernig er unnið og hvernig fólk hegðar sér og / eða tekur tapi. Um það þarf ekki að skrifa lærða texta. Þessi staðreynd blasir við öllum sem vilja kynna sér málið. Því kom það okkur mjög á óvart að fá þær dapurlegu fréttir, á fögru nóvemberkvöldi, að leik hafi lokið 101-2. Burt séð hvort liðin heita Valur og Grindavík eða eitthvað annað, en bara sú kjánalega staðreynd að þetta sé að gerast á fögrum haustdegi árið 2016 er dapurlegt. Það blasir við að sigurliðið lærði ekkert af þessum leik, nema mögulega að vinna úr sektarkennd. Liðið sem tapaði lærir sennilega eitthvað meira, t.d. um gildi samstöðu, vináttu og bróðernis. En ekkert um körfubolta, svo mikið er víst. Við höfum oftsinnis, bæði í körfuknattleik og öðrum greinum íþrótta séð keimlík úrslit og mörg sem leikið hafa íþróttir hafa tapað stórt og unnið stórt. Margar íþróttagreinar, t.d. körfubolti hefur sett inn reglur til að hafa vit fyrir uppákomum sem þessum, t.d. að yngstu iðkendum er óheimilt að pressa fyrir framan miðju. Í barnamótum í knattspyrnu er ekki skráð nema 3 marka mismunur leikja, burt séð frá niðurstöðu leiksins. Allt þetta er gert til að tryggja að ekki sé verið að vanvirða leikinn og niðurlægja andstæðing af óþörfu. Vegna þess að það skiptir ekki máli hvort sigur sé með einu stigi eða 99. Það er sama niðurstaða. Við í Val teljum engan hag í því að fara að rifja upp atvik þessa leiks, hversu mikið var pressað, eða hvað var sagt eða ósagt við dómara. Við þekkjum þær staðreyndir og að vera að gífra um þá atburðarrás breytir ekki þessari sorglegu niðurstöðu. Við teljum heldur ekki hag í því að vera skammast í Grindavík eða þjálfara þeirra, skömm þeirra er ugglaust næg og óþarfi að bæta þar í. Það er von okkar að þeim gangi vel að jafna sig eftir þetta áfall. Við viljum ítreka fyrir fólki, lærðum og leiknum að halda persónum fyrir utan þessa umræðu en hvetjum til umræðu um uppeldislegt gildi íþrótta. Mikilvægi þess að vinna í hópi, læra aga og gildi þess að setja sér markmið. Þá viljum við hvetja körfuknattleikshreyfinguna að fara í naflaskoðun um uppbyggingu kvennakörfubolta. Það er mat okkar og fleiri að þar ríkir kreppa, brottfall er of mikið og eru slys sambærilegt þessu ekki til að bæta það ástand. En þessi umræða á sér ekki aðeins stað hér á landi heldur víða um heim, og nærtækt er að benda á keimlíkt atvik sem átti sér stað í Kaliforníu á síðasta ári þar sem lið Arroyo Valley sigraði Bloomington High, 162-2. Það var öllum ljóst; fyrir, á meðan og eftir leik Vals og Grindavíkur að yfirburðir Grindavíkurstúlkna voru og eru miklir á körfuboltavellinum. Grindavík vann leikinn og óskum við þeim til hamingju með það. Það er einnig öllum ljóst að það eru til rúmlega óteljandi leiðir sem hægt er að fara fyrir þjálfara sem hefur lið sem er með svona yfirburði til að koma í veg fyrir svona skipbrot. En sigurvegarar helgarinnar í hjörtum okkar eru stelpur Vals sem eru að læra grunnþætti körfuboltans, eru í fyrsta sinn að keppa við bestu lið landsins, njóta þess að vera saman, eignast góða vini og styrkja samstöðubönd. Þær eiga bjarta framtíð og það er von okkar að körfubolti og Valur verði hluti að þeirri fallegu vegferð. Að lokum geri ég orð Sr. Friðriks sem rituð voru í upphafi síðustu aldar, en eiga enn vel við: látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði. f.h. körfuknattleiksdeildar Vals.“ Körfubolti Tengdar fréttir Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Sjá einnig: Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Vegna þessa hefur körfuknattleiksdeild Vals sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna leiks í 9. flokk stúlkna í körfuknattleik og ummæla í kjölfarið Körfuknattleikur er göfug og fögur íþrótt, í sinni einföldustu mynd er markmiðið að skora fleiri stig en andstæðingurinn. Sem í daglegu tali er kallað að vinna. Það er markmið flestra sem fara í kappleik að sigra, a.m.k. eftir að þátttöku í yngstu aldurshópum lýkur. Sú tilfinning að sigra er sæt og með sama hætti getur verið súrt að tapa kappleik. Flest lið upplifa hvorutveggja, sigra stundum og tapa stundum. Heilbrigður gangur leiksins og lífsins. Hins vegar eru flestir sammála um þá augljósu staðreynd að það er ekki sama hvernig er unnið og hvernig fólk hegðar sér og / eða tekur tapi. Um það þarf ekki að skrifa lærða texta. Þessi staðreynd blasir við öllum sem vilja kynna sér málið. Því kom það okkur mjög á óvart að fá þær dapurlegu fréttir, á fögru nóvemberkvöldi, að leik hafi lokið 101-2. Burt séð hvort liðin heita Valur og Grindavík eða eitthvað annað, en bara sú kjánalega staðreynd að þetta sé að gerast á fögrum haustdegi árið 2016 er dapurlegt. Það blasir við að sigurliðið lærði ekkert af þessum leik, nema mögulega að vinna úr sektarkennd. Liðið sem tapaði lærir sennilega eitthvað meira, t.d. um gildi samstöðu, vináttu og bróðernis. En ekkert um körfubolta, svo mikið er víst. Við höfum oftsinnis, bæði í körfuknattleik og öðrum greinum íþrótta séð keimlík úrslit og mörg sem leikið hafa íþróttir hafa tapað stórt og unnið stórt. Margar íþróttagreinar, t.d. körfubolti hefur sett inn reglur til að hafa vit fyrir uppákomum sem þessum, t.d. að yngstu iðkendum er óheimilt að pressa fyrir framan miðju. Í barnamótum í knattspyrnu er ekki skráð nema 3 marka mismunur leikja, burt séð frá niðurstöðu leiksins. Allt þetta er gert til að tryggja að ekki sé verið að vanvirða leikinn og niðurlægja andstæðing af óþörfu. Vegna þess að það skiptir ekki máli hvort sigur sé með einu stigi eða 99. Það er sama niðurstaða. Við í Val teljum engan hag í því að fara að rifja upp atvik þessa leiks, hversu mikið var pressað, eða hvað var sagt eða ósagt við dómara. Við þekkjum þær staðreyndir og að vera að gífra um þá atburðarrás breytir ekki þessari sorglegu niðurstöðu. Við teljum heldur ekki hag í því að vera skammast í Grindavík eða þjálfara þeirra, skömm þeirra er ugglaust næg og óþarfi að bæta þar í. Það er von okkar að þeim gangi vel að jafna sig eftir þetta áfall. Við viljum ítreka fyrir fólki, lærðum og leiknum að halda persónum fyrir utan þessa umræðu en hvetjum til umræðu um uppeldislegt gildi íþrótta. Mikilvægi þess að vinna í hópi, læra aga og gildi þess að setja sér markmið. Þá viljum við hvetja körfuknattleikshreyfinguna að fara í naflaskoðun um uppbyggingu kvennakörfubolta. Það er mat okkar og fleiri að þar ríkir kreppa, brottfall er of mikið og eru slys sambærilegt þessu ekki til að bæta það ástand. En þessi umræða á sér ekki aðeins stað hér á landi heldur víða um heim, og nærtækt er að benda á keimlíkt atvik sem átti sér stað í Kaliforníu á síðasta ári þar sem lið Arroyo Valley sigraði Bloomington High, 162-2. Það var öllum ljóst; fyrir, á meðan og eftir leik Vals og Grindavíkur að yfirburðir Grindavíkurstúlkna voru og eru miklir á körfuboltavellinum. Grindavík vann leikinn og óskum við þeim til hamingju með það. Það er einnig öllum ljóst að það eru til rúmlega óteljandi leiðir sem hægt er að fara fyrir þjálfara sem hefur lið sem er með svona yfirburði til að koma í veg fyrir svona skipbrot. En sigurvegarar helgarinnar í hjörtum okkar eru stelpur Vals sem eru að læra grunnþætti körfuboltans, eru í fyrsta sinn að keppa við bestu lið landsins, njóta þess að vera saman, eignast góða vini og styrkja samstöðubönd. Þær eiga bjarta framtíð og það er von okkar að körfubolti og Valur verði hluti að þeirri fallegu vegferð. Að lokum geri ég orð Sr. Friðriks sem rituð voru í upphafi síðustu aldar, en eiga enn vel við: látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði. f.h. körfuknattleiksdeildar Vals.“
Körfubolti Tengdar fréttir Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum