Enski boltinn

Bellerín áfram á Emirates

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bellerín hefur leikið 86 leiki fyrir Arsenal og skorað þrjú mörk.
Bellerín hefur leikið 86 leiki fyrir Arsenal og skorað þrjú mörk. vísir/getty
Hægri bakvörðurinn Héctor Bellerín hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Arsenal.

Spánverjinn kom til Arsenal frá Barcelona 2013 og vann sér sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2014-15. Hann hefur alls leikið 86 leiki fyrir Arsenal og skorað þrjú mörk.

Bellerín hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona undanfarna mánuði en nú er ljóst að hann verður áfram á Emirates.

Nýi samningurinn færir Bellerín 95.000 pund í vikulaun.

Bellerín, sem hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Spán, er meiddur á ökkla og missti þ.a.l. af leiknum gegn Manchester United um helgina.


Tengdar fréttir

Wenger ánægður með úrslitin, ekki spilamennskuna

"Þegar upp er staðið eru þetta góð úrslit fyrir okkur,“ segir Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir jafnteflið í dag gegn Manchester United. Liðið gerði 1-1 jafntefli á Old Trafford




Fleiri fréttir

Sjá meira


×