Enski boltinn

Bara einn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar búinn að gefa yfir þúsund sendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson tekur líka hornspyrnur fyrir Liverpool.
Jordan Henderson tekur líka hornspyrnur fyrir Liverpool. Vísir/Getty
Tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld með leik West Bromwich Albion og Burnley. Enska úrvalsdeildin heldur úti ítarlegri tölfræði og það er fróðlegt að skoða listann yfir flestar sendingar í vetur.

Það er nefnilega bara einn leikmaður í deildinni sem hefur náð að gefa yfir þúsund sendingar í þeim tólf umferðum sem eru búnar af mótinu.

Liverpool-maðurinn Jordan Henderson gaf sína þúsundustu sendingu í leiknum á móti Southampton um helgina samkvæmt tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur meira en hundrað sendinga forskot á Fernandinho hjá Manchester City sem er í öðru sætinu. Þriðji er síðan Daniel Drinkwater hjá Leicester City.

Gylfi Þór Sigurðsson er í 148. sæti með 303 sendingar og Jóhann Berg Guðmundsson er í 222. sæti með 208 sendingar. Jóhann Berg er í níunda sæti hjá Burnley en Gylfi er sjöunda sæti meðal leikmanna Swansea.

Jóhann Berg á leik inni á móti WBA í kvöld og gæti þar hækkað sig eitthvað á listanum.

Hér er fyrir neðan er listinn yfir flestar sendingar í fyrstu tólf umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

1. Jordan Henderson, Liverpool    1002

2. Fernandinho, Manchester City    891

3. Daniel Drinkwater, Leicester City    825

4. N'Golo Kanté, Chelsea    817

5. Paul Pogba, Manchester United    786

6. César Azpilicueta, Chelsea    775

7. Nemanja Matic, Chelsea     756

8. Jake Livermore, Hull City    704

9. Jan Vertonghen, Tottenham Hotspur    689

10. David Silva, Manchester City     666

11. Idrissa Gueye, Everton    662

11. Oriol Romeu, Southampton     662

13. Aleksandar Kolarov, Manchester City     661

14. Victor Wanyama, Tottenham Hotspur    658

15. Mesut Özil, Arsenal    654

16. Steven Davis, Southampton    650

17. Philippe Coutinho, Liverpool    641

18. Gary Cahill, Chelsea    635

19. Eden Hazard, Chelsea    615

20. John Stones, Manchester City    614

148. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 303

222. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley 222


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×