Enski boltinn

Sjáðu hvernig Chelsea náði toppsætinu af Liverpool og öll hin mörk helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte fagnar með´Diego Costa.
Antonio Conte fagnar með´Diego Costa. Vísir/Getty
Nýtt lið komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar um helgina og er þetta önnur umferðin í röð þar sem nýtt lið kemst í toppsætið.

Chelsea tók toppsætið af Liverpool í gær en í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahléið hafði Liverpool tekið toppsætið af Manchester City.

Vísir býður nefnilega lesendum sínum upp á að sjá allt það helsta sem átti sér stað í leikjunum í tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd þar sem finna má samantektir úr hverjum einasta leik auk þess sem laugardagurinn er gerður upp í einu myndbandi. Það þarf ekki sér myndband um sunnudaginn enda leikur Middlesbrough og Chelsea eini leikur dagsins.

Að lokinni hverri umferð er hún svo gerð upp með því að skoða bestu mörkin, bestu markvörslurnar og fyndnustu augnablikin. Þau myndbönd koma inn á Vísi í fyrramálið en lokaleikur umferðarinnar fer fram í kvöld þegar West Bromwich Albion og Burnley mætast.

Samantektir úr leikjum birtast ávallt í lok hvers leikdags og eru í birtingu í eina viku. Þau má öllu jafna nálgast á sjónvarpsvef Vísis með því að smella á „Íþróttir“ og „Enski boltinn“.

Messan verður síðan á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld og munu valdar klippur úr henni birtast á Vísi á morgun.

Leikirnir í tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar

Samantekt á laugardeginum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×