Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Grasrót kennara skrifar 21. nóvember 2016 06:30 Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar