Donald Trump hjólar í Alec Baldwin og félaga nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 21:39 Trump fannst sjónvarpsþátturinn ekkert fyndinn. mynd/getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir gremju sinni á Twitter í dag vegna atriðis í þættinum Saturday Night Live sem sýndur var á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi. Í þættinum gerði leikarinn Alec Baldwin stólpagrín að Trump en hann hefur á síðastliðnum vikum farið á kostum sem eftirherma Trumps. Þetta er ekki heldur í fyrsta sinn sem Trump fettir fingur út í Alec Baldwin og félaga í SNL. Innslagið sem um ræðir sýnir Trump funda með hinu og þessu fólki um ýmis mál sem Trump gaf loforð um í kosningabaráttu sinni. Smátt og smátt verður honum ljóst að hann þurfi að stjórna heilli þjóð og hann virðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann ætlar að gera það. Til dæmis er Trump sýndur funda með fyrirmenni í bandaríska hernum sem vill ræða við hann um leiðir til þess að hafa hendur í hári ISIS. Trump virðist gera sér ljóst á þessu augnabliki að hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann ætlar að berjast við ISIS og gengur að fartölvu sinni og „gúglar“ það.Alec Baldwin hefur farið á kostum í hlutverki Donalds Trump.mynd/gettyÍ tísti Trumps um þáttinn segir: „Ég horfði á hluta úr SNL í gærkvöldi. Þetta er algjörlega einhliða, hlutdrægur þáttur – ekkert fyndinn. Jafn tími fyrir okkur?“ Með „jöfnum tíma“ vísar Trump til fjölmiðlaumfjöllunar um sig í aðdraganda kosninganna en honum fannst sem fjölmiðlar hefðu sniðgengið sig og fjallað í mun ríkari mæli um andstæðing hans, Hillary Clinton. Alec Baldwin svaraði um hæl með tísti en í því sagði: „Jafn tími? Kosningarnar eru búnar. Það er enginn jafn tími. Núna skaltu reyna að vera forseti, fólk mun sýna viðbrögð. Punktur.“ Trump var afar virkur á Twitter í dag og hjólaði í fleiri en Saturday Night Live. Hann var til dæmis harðorður í garð leikenda leiksýningarinnar Hamilton en einn leikara sýningarinnar jós skammaryrðum yfir Mike Pence, varaforsetaefni Trumps þegar hann mætti í leikhús í gær. Sjá einnig: Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á HamiltonHér fyrir neðan má sjá tístið hans Trumps og nokkur af svörum Baldwins. I watched parts of @nbcsnl Saturday Night Live last night. It is a totally one-sided, biased show - nothing funny at all. Equal time for us?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump Equal time?Election is over. There is no more equal time. Now u try 2 b Pres + ppl respond. That's pretty much it.— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump You know what I would do if I were Prez? I'd be focused on how to improve the lives of AS MANY AMERICANS AS POSSIBLE.— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump I would make appointments that encouraged people, not generate fear and doubt..— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016 Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ 20. nóvember 2016 21:59 Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni. 2. október 2016 10:54 Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir gremju sinni á Twitter í dag vegna atriðis í þættinum Saturday Night Live sem sýndur var á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöldi. Í þættinum gerði leikarinn Alec Baldwin stólpagrín að Trump en hann hefur á síðastliðnum vikum farið á kostum sem eftirherma Trumps. Þetta er ekki heldur í fyrsta sinn sem Trump fettir fingur út í Alec Baldwin og félaga í SNL. Innslagið sem um ræðir sýnir Trump funda með hinu og þessu fólki um ýmis mál sem Trump gaf loforð um í kosningabaráttu sinni. Smátt og smátt verður honum ljóst að hann þurfi að stjórna heilli þjóð og hann virðist ekki hafa hugmynd um hvernig hann ætlar að gera það. Til dæmis er Trump sýndur funda með fyrirmenni í bandaríska hernum sem vill ræða við hann um leiðir til þess að hafa hendur í hári ISIS. Trump virðist gera sér ljóst á þessu augnabliki að hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann ætlar að berjast við ISIS og gengur að fartölvu sinni og „gúglar“ það.Alec Baldwin hefur farið á kostum í hlutverki Donalds Trump.mynd/gettyÍ tísti Trumps um þáttinn segir: „Ég horfði á hluta úr SNL í gærkvöldi. Þetta er algjörlega einhliða, hlutdrægur þáttur – ekkert fyndinn. Jafn tími fyrir okkur?“ Með „jöfnum tíma“ vísar Trump til fjölmiðlaumfjöllunar um sig í aðdraganda kosninganna en honum fannst sem fjölmiðlar hefðu sniðgengið sig og fjallað í mun ríkari mæli um andstæðing hans, Hillary Clinton. Alec Baldwin svaraði um hæl með tísti en í því sagði: „Jafn tími? Kosningarnar eru búnar. Það er enginn jafn tími. Núna skaltu reyna að vera forseti, fólk mun sýna viðbrögð. Punktur.“ Trump var afar virkur á Twitter í dag og hjólaði í fleiri en Saturday Night Live. Hann var til dæmis harðorður í garð leikenda leiksýningarinnar Hamilton en einn leikara sýningarinnar jós skammaryrðum yfir Mike Pence, varaforsetaefni Trumps þegar hann mætti í leikhús í gær. Sjá einnig: Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á HamiltonHér fyrir neðan má sjá tístið hans Trumps og nokkur af svörum Baldwins. I watched parts of @nbcsnl Saturday Night Live last night. It is a totally one-sided, biased show - nothing funny at all. Equal time for us?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump Equal time?Election is over. There is no more equal time. Now u try 2 b Pres + ppl respond. That's pretty much it.— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump You know what I would do if I were Prez? I'd be focused on how to improve the lives of AS MANY AMERICANS AS POSSIBLE.— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016 ...@realDonaldTrump I would make appointments that encouraged people, not generate fear and doubt..— ABFoundation (@ABFalecbaldwin) November 20, 2016
Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ 20. nóvember 2016 21:59 Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni. 2. október 2016 10:54 Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ 20. nóvember 2016 21:59
Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni. 2. október 2016 10:54