Angela Merkel vill fjórða kjörtímabilið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin. Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin.
Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51