Angela Merkel vill fjórða kjörtímabilið Una Sighvatsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 19:00 Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin. Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Enginn vafi er á því að Angela Merkel er einn merkasti stjórnmálaleiðtogi seinni tíma í Evrópu. Hún hefur nú verið kanslari Þýskalands í ellefu ár og höfðu lengi verið vangaveltur um hvort þessi valdamesta kona heims myndi bjóða sig fram enn á ný í komandi kosningum í Þýskalandi 2017. Í dag batt hún endi á óvissuna þegar hún tilkynnti, fyrst samstarfsfólki sínu í Kristilega demókrataflokknum og loks fjölmiðlum, að hún sækist eftir endurkjöri. Engin mörk eru á því hve mörg kjörtímabil þýskir kanslarar geta setið. Bæti Merkel því fjórða við mun hún jafna met Helmut Kohl sem var kanslari í 16 ár.Nýtur enn mikils persónufylgis Merkel hefur í stjórnartíð sinni glímt við risavaxnar áskoranir eins og kreppuna á evrusvæðinu og mestu fjölgun flóttafólks í álfunni frá Síðari heimsstyrjöld. Sagan mun dæma um hvort ákvörðun hennar um að opna landamæri Þýskalands fyrir fólki í neyð var rétt en til skamms tíma hefur það reynst Kristilegum demókrötum dýrkeypt í fylgi. En þótt vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn ótrúlega mikils persónufylgis. Samkvæmt skoðanakönnun sem þýska blaðið Bild am Sonntag birti í dag styðja 55 prósent Þjóðverja, meira en helmingur kjósenda, fjórða kjörtímabil Merkel sem kanslara, en 39% vilja sjá hana hverfa á braut.Merkel í fylkingabrjósti frjálslyndis Margir líta nú Merkel sem helsta leiðtoga frjálslyndis og stöðugleika á Vesturöndum í dag, en ljóst er að á brattann verður að sækja fyrir hana á næsta kjörtímabili, haldi hún völdum. Merkel hefur þegar misst einn sinn helsta bandamann á alþjóðasviðinu, Barack Obama, og kjör Donald Trump er talið geta gefið hægriflokkum Evrópu byr undir báða vængi. Þar á meðal eru Alternativ für Deutscland í heimalandi hennar og Front National í Frakklandi.Franska þjóðfylkingin sækir fram Þar í landi fer verður einnig kjörinn þjóðarleiðtogi á næsta ári og er Francoise Holland talinn eiga llitla möguleika á endurkjöri. Skoðanakannanir til þess að valið muni standa milli Marine Le Pen, leiðtoga hægri öfgamanna, og frambjóðanda Lýðveldisflokksins, en fyrri hluti forkosninga Lýðveldisflokksins fer fram í dag og í framboði eru meðal annars Nicolas Sarkozy og Alain Juppe fyrrverandi forsætisráðherra. Úrslitin í Frakklandi gætu haft mikið að segja um framhald stjórnartíðar Merkel, og um leið stefnu Evrópu allrar næstu árin.
Donald Trump Tengdar fréttir Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram Verði hún kjörinn kanslari yrði það í fjórða sinn, en miklar vangaveltur um framtíð hennar hafa verið uppi síðustu misseri. 20. nóvember 2016 14:51