Lífið

Svona oft átt þú að stunda kynlíf miðað við aldur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar niðurstöður.
Skemmtilegar niðurstöður.
Nú liggja fyrir niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum og tekur hún mið af því hversu oft það sé æskilegt fyrir fólk að stunda kynlíf eftir aldri.

Þar kemur meðal annars fram að ungt fólk ætti að stunda oftar kynlíf en fólk sem komið sé á efri árin.

Fólk á aldrinum 18-29 ætti að stunda kynlíf um 112 sinnum á ári, eða um tvisvar á viku. Aftur á móti er sagt að fólk á aldrinum 30-39 eigi að stunda kynlíf 86 sinnum á ári, eða um 1,6 sinnum í hverri viku.

Tölurnar lækka alltaf eftir því sem fólk eldist og er mælt með að fólk á aldrinum 40-49 ára stundi kynlíf 69 sinnum á ári.

Í rannsókninni kemur einnig fram að 45% af giftum pörum stundi kynlíf nokkrum sinnum í mánuði, 34 % tvisvar til þrisvar í viku og 13 % aðeins nokkrum sinnum á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×