Erlent

Merkel sögð ætla að bjóða sig aftur fram

Samúel Karl Ólason skrifar
Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Angela Merkel kanslari Þýskalands. Vísir/Getty
Angela Merkel hefur tilkynnt forsvarsmönnum Kristilegra demókrata, flokks hennar, að hún ætli að bjóða sig fram til fjórða kjörtímabils hennar sem Kanslari Þýskalands. Miklar vangaveltur hafa verið uppi síðustu mánuði um hvort hún muni bjóða sig fram. Þrátt fyrir að vinsældir Merkel hafi dalað nýtur hún enn verulegs stuðnings í Þýskalandi.

Þetta hefur ekki verið tilkynnt opinberlega en fjölmiðlar ytra hafa heimildir fyrir því að Merkel hafi gefið þetta út á flokksfundi í morgun. Búist er við því að hún muni tilkynna þetta opinberlega í dag.

Samkvæmt skoðanakönnunum myndi Merkel bera sigur úr býtum en flokkurinn AfD hefur verið að sækja á. Sjálf segir Merkel að ákvörðun hennar að taka á móti milljón flóttamönnum í fyrra hafi stuðlað að fylgisaukningu AfD og að flokkurinn hafi hlotið góða kosningu í kosningum fyrr á þessu ári.

Angela Merkel hefur stýrt Þýskalandi frá árinu 2005, en þar eru engar takmarkanir á því hve lengi kanslarar mega vera við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×