Gunnar um Bonneau: Of háar launakröfur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2016 16:10 Stefan Bonneau er farinn úr Ljónagryfjunni. Vísir/Stefán Eins og Vísi greindi frá fyrr í dag er Stefan Bonneau farinn frá Njarðvík og mun ekki spila með liðinu meira í Domino's-deild karla. Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að helst séu tvær ástæður fyrir brotthvarfi Bonneau. „Hæð liðsins okkar hefur verið að hjá okkur mikið í vetur. Svo ráðum við ekki við þær launakröfur sem hann setti fram,“ sagði Gunnar. Njarðvík gerði tveggja mánaða samning við Bonneau í haust en samkvæmt Gunnari fór Bonneau fram á hærri laun nú. „Þetta var því niðurstaðan eftir ákvörðun stjórnar og þjálfara. Við viljum frekar leita að stærri leikmanni,“ sagði Gunnar en Jeremy Atkinson gekk til liðs við Njarðvík í haust. Gunnar útilokar ekki að fá annan stóran leikmann til félagsins. Sjá einnig: Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða „Opnað verður aftur á félagaskipti í janúar og getur vel verið að við fáum annan stóran mann þá, hvort sem er íslenskan leikmann eða annan Bandaríkjamann til að vera með Jeremy.“ Hann segir viðskilnaðinn við Bonneau ekki hafa verið erfiðan, þrátt fyrir að hann hafi gengið í gegnum margt síðan hann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Bonneau sleit til að mynda hásin tvívegis á meðan hann var hjá Njarðvík. „Við höfum staðið mjög þétt við hann og borgað fyrir sjúkraþjálfara fyrir hann allan þennan tíma. En þetta er bara körfubolti - leikmenn koma og fara.“ Hann ítrekar að Njarðvíkingar eru vel settir hvað bakverði daga og að enn eigi liðið Snjólf Marel Stefánsson og Odd Kristjánsson inni. Þeir eru meiddir en reiknað er með að þeir spili eftir áramót. „Við eigum frábæra unga bakverði sem hafa verið að stíga upp og nú fá þeir sviðið. Við erum stolt af því hversu marga góða og unga leikmenn við höfum átt í gegnum tíðina og sú vinna mun halda áfram.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Eins og Vísi greindi frá fyrr í dag er Stefan Bonneau farinn frá Njarðvík og mun ekki spila með liðinu meira í Domino's-deild karla. Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, segir að helst séu tvær ástæður fyrir brotthvarfi Bonneau. „Hæð liðsins okkar hefur verið að hjá okkur mikið í vetur. Svo ráðum við ekki við þær launakröfur sem hann setti fram,“ sagði Gunnar. Njarðvík gerði tveggja mánaða samning við Bonneau í haust en samkvæmt Gunnari fór Bonneau fram á hærri laun nú. „Þetta var því niðurstaðan eftir ákvörðun stjórnar og þjálfara. Við viljum frekar leita að stærri leikmanni,“ sagði Gunnar en Jeremy Atkinson gekk til liðs við Njarðvík í haust. Gunnar útilokar ekki að fá annan stóran leikmann til félagsins. Sjá einnig: Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða „Opnað verður aftur á félagaskipti í janúar og getur vel verið að við fáum annan stóran mann þá, hvort sem er íslenskan leikmann eða annan Bandaríkjamann til að vera með Jeremy.“ Hann segir viðskilnaðinn við Bonneau ekki hafa verið erfiðan, þrátt fyrir að hann hafi gengið í gegnum margt síðan hann kom til félagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Bonneau sleit til að mynda hásin tvívegis á meðan hann var hjá Njarðvík. „Við höfum staðið mjög þétt við hann og borgað fyrir sjúkraþjálfara fyrir hann allan þennan tíma. En þetta er bara körfubolti - leikmenn koma og fara.“ Hann ítrekar að Njarðvíkingar eru vel settir hvað bakverði daga og að enn eigi liðið Snjólf Marel Stefánsson og Odd Kristjánsson inni. Þeir eru meiddir en reiknað er með að þeir spili eftir áramót. „Við eigum frábæra unga bakverði sem hafa verið að stíga upp og nú fá þeir sviðið. Við erum stolt af því hversu marga góða og unga leikmenn við höfum átt í gegnum tíðina og sú vinna mun halda áfram.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Bonneau sagt upp hjá Njarðvík: Sjokkerandi niðurstaða Stefan Bonneau er farinn frá Njarðvík og spilar ekki meira með liðinu í Domino's-deild karla. 30. nóvember 2016 15:18