Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 13:34 Pétur Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við ákæruna. vísir/gva Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu „eðla sig“ fyrir framan börnin í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu þann 20. apríl í fyrra. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, er ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Pétur er einn nokkurra sem sæta ákæru fyrir haturðsorðræðu en eins og Vísir greindi frá í gær er Jón Valur Jensson, guðfræðingur og virkur Moggabloggari, einn þeirra. Pétur, sem stýrði þættinum, er bæði ákærður fyrir að hafa látið ummæli falla og sömuleiðis útvarpað ummælunum. Ummælin „fólu í sér háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra,“ eins og segir í ákærunni. Telst þetta varða við 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Gylfi Ægisson er einn þeirra sem hafa stigið fram Pétri til varnar.„Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu þann 23. nóvember er upplýst var um ákæruna. Hlustendur stöðvarinnar voru sömuleiðis reiðir. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ sagði Pétur. Hann vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög. „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, sagðist frekar ætla að fjölga símatímum á Útvarpi Sögu en draga úr þegar hún tjáði sig um ákæruna í þættinum fyrir viku. Að neðan má sjá þau samtöl sem Pétur er ákærður fyrir en þeim var sem fyrr segir útvarpað í þættinum „Línan er laus“.Samtölin (úr þættinum Línan er laus þann 20. apríl 2015) 1. samtal [Hlustandi]: Þetta er núna bara eins og barnaklám eða eitthvað mundi maður segja. [Ákærði]: Já hvernig er þetta, er ekki barnaklám bannað, eða hvernig er það? [Hlustandi]: Jú ég hélt það. [Ákærði]: Já, já hélt það. [Hlustandi]: Hélt að börnin væru bara núna að læra bara. [Ákærði]: Þetta er náttúrlega. [Hlustandi]: Til dæmis þegar foreldrar þeirra eru einstæðir foreldrar og ýmislegt. [Ákærði]: Halldóra [Hlustandi]: Og þau geta ekkert spáð í venjuleg lífi. [Ákærði]: Halldóra er þetta ekki bara galið, eigum við ekki bara að segja það hreint út. [Hlustandi]: Þetta er ógeðslegt sko [Ákærði]: Já.2. samtal[Hlustandi]: Ég er að hringja út af þessu blessaða máli eða bölvaða máli, í sambandi við samkynhneigða. [Ákærði]: Já [Hlustandi]: Að það skuli ley.. að það eigi að ley, að það hérna að kenna þetta í skólum. [Ákærði]: Já, grunnskólum. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig ég ætla nú bara að vera dónaleg. [Ákærði]: Ég veit það ekki ég hef bara ekki hugmynd um það. [Hlustandi]: Ég mundi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það. [Ákærði]: Hmm ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi, hjá þessu fólki. [Hlustandi]: Mér finnst að hún ætti bara að sýna hvernig hún og sín hennar lesbía myndu eðla sig fyrir framan börnin. [Ákærði]: Hm [Hlustandi]: Held ég að hljóti að vera. [Ákærði]: En það er auðvitað verið að særa blygðunarkennd svona ungra barna ég skilabara ekki af hverju nokkrum. [Hlustandi]: Auðvitað. [Ákærði]: Dettur þér í hug þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru. [Hlustandi]: Þetta ef þessi nítján ára stúlka er búin að koma þessu upp að þá á bara að tala við hana af lögreglu. […] [Hlustandi]: Ég veit um það en ég bara segi, eða skilaboð til þessarar stelpu eru þau. [Ákærði]: Hmm. [Hlustandi]: Ætlar hún að sýna hvernig lessur eðla sig? [Ákærði]: Hmm [Hlustandi]: Þó ég sé dónaleg, ég veit það en þetta er það sem hún ætlar að kenna þeim og þá verður hún að sýna þeim það. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Og mundi nokkur leyfa henni að fara að þukla á börnunum. Ég segi bara það, ég er ekki lesbía, ég á átta börn og hef aldrei verið lesbía. [Ákærði]: Það er þannig að það er ekki endilega fólk sem er samkynhneigt eða konur sem eru lesbíur sem eru að mæla með þessu þetta er bara gagnkynhneigt fólk sem er að vilja að börnin fái þessa svo kölluðu fræðslu það er það sem er að gerast í málinu.3. samtal[Hlustandi]: Mér finnst bara orðið hræðilegt hvað það getur verið að reyna að koma inn ekki að það eigi ekki að trúa á guð og jesú. [Ákærði]: Af hverju eru menn svona áhugasamir um svona hluti, ég skil það ekki, kynf, hinsegin fræðslu svo kallaða í Hafnarfirði og svona ýmisslegt, ég átta mig ekki á því að , að , að það kemur ekki fram nein, nein skýr greinargerð og rökstuðningur, eða að minnsta kosti ekki skýr rökstuðningur, fyrir svona hugmyndum, er það? [Hlustandi]: Mér finnst nefnilega að, ég hélt að það ætti ekki að kenna krökkum eða fólki svona. [Ákærði]: Nei, ég meina 6 ára gömul börn, ég meina. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Þetta er bara óhuggulegt. [Hlustandi]: Það verður bara að vera sýnikennsla. [Ákærði]: Já þetta er óhuggulegt að hugsa til þess. [Hlustandi]: Ha. [Ákærði]: Hvað, það á ekki að vera kenna þetta í grunnskóla. [Hlustandi]: Ég á nefnilega [Ákærði]: 6 ára, 8 ára eða 10 ára, það breytir engu. [Hlustandi]: Ég á tvö ömmu börn í skóla í Hafnarfirði. [Ákærði]: Jájá. [Hlustandi]: Mér líst ekki á þetta. [Ákærði]: Já þau verða kannski bara að hætta í skólanum. [Hlustandi]: Ég veit það ekki, ég hef náttúrulega ekki talað við mömmu þeirra út af þessu. [Ákærði]: Þú átt að gera það. [Hlustandi]: Já.4. samtal [Hlustandi]: Ég er algjörlega á móti þessu, þetta er algjör, þetta er bara orðið, er bara orðin della sko. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Og ég held að þeir séu að skemma rosalega mikið fyrir hinsegin dögum líka í leiðinni. [Ákærði]: Eeh já ja ég held. [Hlustandi]: Og ég held að fólk verði mjög reitt. [Ákærði]: Já ég hugsa að það sé rétt hjá þér. [Hlustandi]: Já, það verður mjög reitt og ég er allavegana einn af þeim. [Ákærði]: Já ég meina nú er bara góð sátt um þessi mál og allt í lagi en af hverju að, þetta gæti verið, orðið til þess að efna til óvinfagnaðar ég meina fólk verður já pirrað á þessu og finnst rangt að þurfa að senda börnin sín í skóla og það er skólaskylda. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Og síðan allt í einu kemur þessi fræðsla og bara, þetta eru, þetta eru.. [Hlustandi]: Það er.. [Ákærði]: Lítil börn, ég meina hvar, hvar er þetta fólk statt eiginlega? [Hlustandi]: Það er bara ekkert bara það Pétur. [Ákærði]: Hvað segja barnaverndaryfirvöld? [Hlustandi]: Jájá. [Ákærði]: Ha. [Hlustandi]: Já þau sjálfsagt steinþegja. [Ákærði]: Já þau eru sjálfsagt ætli þau séu ekki hlynnt þessu það væri, það væri eftir öðru ha. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu „eðla sig“ fyrir framan börnin í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu þann 20. apríl í fyrra. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, er ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs. Pétur er einn nokkurra sem sæta ákæru fyrir haturðsorðræðu en eins og Vísir greindi frá í gær er Jón Valur Jensson, guðfræðingur og virkur Moggabloggari, einn þeirra. Pétur, sem stýrði þættinum, er bæði ákærður fyrir að hafa látið ummæli falla og sömuleiðis útvarpað ummælunum. Ummælin „fólu í sér háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra,“ eins og segir í ákærunni. Telst þetta varða við 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.Gylfi Ægisson er einn þeirra sem hafa stigið fram Pétri til varnar.„Ég er bálreiður, ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu þann 23. nóvember er upplýst var um ákæruna. Hlustendur stöðvarinnar voru sömuleiðis reiðir. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem fólk segir í símatíma,“ sagði Pétur. Hann vísar því alfarið á bug að hann geti borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í símatíma. Og það stangist reyndar á við lög. „Það verður að gera þá kröfu til lögregluembættisins að þau þar viti hver gildandi réttur í landinu er,“ segir Pétur. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, sagðist frekar ætla að fjölga símatímum á Útvarpi Sögu en draga úr þegar hún tjáði sig um ákæruna í þættinum fyrir viku. Að neðan má sjá þau samtöl sem Pétur er ákærður fyrir en þeim var sem fyrr segir útvarpað í þættinum „Línan er laus“.Samtölin (úr þættinum Línan er laus þann 20. apríl 2015) 1. samtal [Hlustandi]: Þetta er núna bara eins og barnaklám eða eitthvað mundi maður segja. [Ákærði]: Já hvernig er þetta, er ekki barnaklám bannað, eða hvernig er það? [Hlustandi]: Jú ég hélt það. [Ákærði]: Já, já hélt það. [Hlustandi]: Hélt að börnin væru bara núna að læra bara. [Ákærði]: Þetta er náttúrlega. [Hlustandi]: Til dæmis þegar foreldrar þeirra eru einstæðir foreldrar og ýmislegt. [Ákærði]: Halldóra [Hlustandi]: Og þau geta ekkert spáð í venjuleg lífi. [Ákærði]: Halldóra er þetta ekki bara galið, eigum við ekki bara að segja það hreint út. [Hlustandi]: Þetta er ógeðslegt sko [Ákærði]: Já.2. samtal[Hlustandi]: Ég er að hringja út af þessu blessaða máli eða bölvaða máli, í sambandi við samkynhneigða. [Ákærði]: Já [Hlustandi]: Að það skuli ley.. að það eigi að ley, að það hérna að kenna þetta í skólum. [Ákærði]: Já, grunnskólum. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig ég ætla nú bara að vera dónaleg. [Ákærði]: Ég veit það ekki ég hef bara ekki hugmynd um það. [Hlustandi]: Ég mundi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það. [Ákærði]: Hmm ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi, hjá þessu fólki. [Hlustandi]: Mér finnst að hún ætti bara að sýna hvernig hún og sín hennar lesbía myndu eðla sig fyrir framan börnin. [Ákærði]: Hm [Hlustandi]: Held ég að hljóti að vera. [Ákærði]: En það er auðvitað verið að særa blygðunarkennd svona ungra barna ég skilabara ekki af hverju nokkrum. [Hlustandi]: Auðvitað. [Ákærði]: Dettur þér í hug þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru. [Hlustandi]: Þetta ef þessi nítján ára stúlka er búin að koma þessu upp að þá á bara að tala við hana af lögreglu. […] [Hlustandi]: Ég veit um það en ég bara segi, eða skilaboð til þessarar stelpu eru þau. [Ákærði]: Hmm. [Hlustandi]: Ætlar hún að sýna hvernig lessur eðla sig? [Ákærði]: Hmm [Hlustandi]: Þó ég sé dónaleg, ég veit það en þetta er það sem hún ætlar að kenna þeim og þá verður hún að sýna þeim það. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Og mundi nokkur leyfa henni að fara að þukla á börnunum. Ég segi bara það, ég er ekki lesbía, ég á átta börn og hef aldrei verið lesbía. [Ákærði]: Það er þannig að það er ekki endilega fólk sem er samkynhneigt eða konur sem eru lesbíur sem eru að mæla með þessu þetta er bara gagnkynhneigt fólk sem er að vilja að börnin fái þessa svo kölluðu fræðslu það er það sem er að gerast í málinu.3. samtal[Hlustandi]: Mér finnst bara orðið hræðilegt hvað það getur verið að reyna að koma inn ekki að það eigi ekki að trúa á guð og jesú. [Ákærði]: Af hverju eru menn svona áhugasamir um svona hluti, ég skil það ekki, kynf, hinsegin fræðslu svo kallaða í Hafnarfirði og svona ýmisslegt, ég átta mig ekki á því að , að , að það kemur ekki fram nein, nein skýr greinargerð og rökstuðningur, eða að minnsta kosti ekki skýr rökstuðningur, fyrir svona hugmyndum, er það? [Hlustandi]: Mér finnst nefnilega að, ég hélt að það ætti ekki að kenna krökkum eða fólki svona. [Ákærði]: Nei, ég meina 6 ára gömul börn, ég meina. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Þetta er bara óhuggulegt. [Hlustandi]: Það verður bara að vera sýnikennsla. [Ákærði]: Já þetta er óhuggulegt að hugsa til þess. [Hlustandi]: Ha. [Ákærði]: Hvað, það á ekki að vera kenna þetta í grunnskóla. [Hlustandi]: Ég á nefnilega [Ákærði]: 6 ára, 8 ára eða 10 ára, það breytir engu. [Hlustandi]: Ég á tvö ömmu börn í skóla í Hafnarfirði. [Ákærði]: Jájá. [Hlustandi]: Mér líst ekki á þetta. [Ákærði]: Já þau verða kannski bara að hætta í skólanum. [Hlustandi]: Ég veit það ekki, ég hef náttúrulega ekki talað við mömmu þeirra út af þessu. [Ákærði]: Þú átt að gera það. [Hlustandi]: Já.4. samtal [Hlustandi]: Ég er algjörlega á móti þessu, þetta er algjör, þetta er bara orðið, er bara orðin della sko. [Ákærði]: Já. [Hlustandi]: Og ég held að þeir séu að skemma rosalega mikið fyrir hinsegin dögum líka í leiðinni. [Ákærði]: Eeh já ja ég held. [Hlustandi]: Og ég held að fólk verði mjög reitt. [Ákærði]: Já ég hugsa að það sé rétt hjá þér. [Hlustandi]: Já, það verður mjög reitt og ég er allavegana einn af þeim. [Ákærði]: Já ég meina nú er bara góð sátt um þessi mál og allt í lagi en af hverju að, þetta gæti verið, orðið til þess að efna til óvinfagnaðar ég meina fólk verður já pirrað á þessu og finnst rangt að þurfa að senda börnin sín í skóla og það er skólaskylda. [Hlustandi]: Já. [Ákærði]: Og síðan allt í einu kemur þessi fræðsla og bara, þetta eru, þetta eru.. [Hlustandi]: Það er.. [Ákærði]: Lítil börn, ég meina hvar, hvar er þetta fólk statt eiginlega? [Hlustandi]: Það er bara ekkert bara það Pétur. [Ákærði]: Hvað segja barnaverndaryfirvöld? [Hlustandi]: Jájá. [Ákærði]: Ha. [Hlustandi]: Já þau sjálfsagt steinþegja. [Ákærði]: Já þau eru sjálfsagt ætli þau séu ekki hlynnt þessu það væri, það væri eftir öðru ha.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira