Fyrstu metrar nýrrar ríkisstjórnar Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. nóvember 2016 09:00 Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmisleikurinn um samsetningu næstu ríkisstjórnar hefur verið í algleymingi síðastliðinn mánuð. Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar og minna hefur verið rætt um þau verkefni sem bíða nýrra stjórnvalda. Þó eru blikur á lofti um mögulega ofþenslu og skarpan samdrátt í kjölfarið. Þótt ný ríkisstjórn sé ekki upphaf og endir alls getur hún haft mikil áhrif á útkomuna. Þar ber þrjú mál hæst: mótun efnahagsstefnu, stöðugleika á vinnumarkaði og forgangsröðun hjá hinu opinbera. Mótun efnahagsstefnu er efst á listanum. Skortur á slíkri stefnu hefur lengi verið íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum Þrándur í Götu. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var stofnaður til að bæta úr þessu. Þar ræðir breiður hópur fólks tillögur um leiðir til að bæta lífskjör Íslendinga með langtímahugsun og heildarhagsmuni að leiðarljósi. Arfleifð nýrrar ríkisstjórnar veltur að miklum hluta á því hve vel tekst að halda áfram með vinnu af þessum toga. Næst ber að nefna vinnumarkaðinn. Laun hafa hækkað hratt síðustu misseri á meðan framleiðni hefur staðið í stað. Þetta skapar hættu á sársaukafullri aðlögun með gengislækkun. Þá hringrás þekkja Íslendingar orðið alltof vel. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt í umsvifamikla vinnu við að koma okkur út úr þessum vítahring með nýju fyrirkomulagi kjarasamningagerðar. Sú vinna er nú í uppnámi af tveimur ástæðum: lífeyrisréttindi hafa ekki enn verið jöfnuð og nýlegar ákvarðanir kjararáðs eru á skjön við ramma samkomulagsins. Ný ríkisstjórn þarf að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að illa fari. Þriðja verkefnið er forgangsröðun hjá hinu opinbera. Stóraukin útgjöld voru meginstefið í loforðum margra stjórnmálaflokka í nýafstöðnum kosningum. Verði staðið við þau mun ný ríkisstjórn ýta undir ofþenslu á versta mögulega tíma. Öflug heilbrigðisþjónusta, bætt fjármögnun háskólakerfisins og markviss uppbygging innviða eru verkefni sem eiga að njóta forgangs á næstu árum. Á móti þarf ný ríkisstjórn hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum með þrennum hætti: lækka vaxtagreiðslur með sölu opinberra fyrirtækja, draga úr verkefnum sem snúa að samfélagsmótun og nýta fyrirliggjandi tækifæri til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri. Spennandi verður að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður samsett. Mikilvægara er þó að hún sameinist um góð verkefni. Það er von mín að þessi mál verði þar ofarlega á blaði.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun