Landnámsöskulagið leiðrétt til ársins 877 Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2016 20:00 Landnámsöskulagið svokallaða féll ekki árið 871 heldur sex árum síðar, samkvæmt nýrri rannsókn á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þetta þýðir að breyta gæti þurft nafni landnámssýningarinnar í Kvosinni í Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á Þjóðminjasafninu er landnámslagið kynnt sem helsta viðmiðið um hvenær Ísland byggðist og þegar ártalið 871, plús mínus tvö ár, fékkst úr Grænlandsjökli fyrir tuttugum árum var það sett á sýninguna í Aðalstræti. Þegar svo torfveggur fannst í Aðalstræti undir landnámsöskulaginu ályktuðu menn að landnámsártalið 874 gæti ekki staðist því Ingólfur Arnarson hlyti þá annaðhvort að hafa verið fyrr á ferðinni eða einhver komið á undan honum. Í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, og í Fornleifastofnun Íslands í dag, kynnti þýskur fornleifafræðingur, Magdalena Schmid, doktorsverkefni um aldursákvarðanir landnámsins þar sem fram kom að með nýjum ískjörnum úr Grænlandsjökli í fyrra er búið að leiðrétta ártalið. Ný aldursgreining er 877 plús mínus eitt ár, eða sex árum yngra, segir Magdalena í viðtali við Stöð 2. Það er eldra öskulag í jöklinum, sem menn misstúlkuðu úr Vesúvíusi, sem kallar á endurmat. Það gjóskulag var ranglega greint úr hinu sögufrægu eldgosi Vesúvíusar árið 79, sem kaffærði Pompei, en er nú talið úr öðru eldgosi og sex árum yngra. Þar af leiðandi þurfti að endurstilla öll önnur gjóskulög um sex ár.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði: Þetta hefur enga þýðingu fyrir Ingólf Arnarson.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, segir þetta sýna að ekki sé hægt að tímasetja þessi öskulög nákvæmlega. „Og þetta á eftir að breytast. Einhver annar á eftir að gera aðrar nákvæmnismælingar eftir nokkur ár og komast að því að við erum að tala um 873, eða 875 eða 878,“ segir Orri. En verður nafni landnámssýningarinnar breytt í ljósi þessara nýju upplýsinga? „Það getur vel hugsast. Við tökum náttúrlega öllum nýjum upplýsingum fagnandi því þetta er lifandi vettvangur sem við störfum á,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. „Þannig að við erum alltaf viðbúin því að þurfa að aðlaga okkur nýjum upplýsingum. Og það er ekkert ólíklegt að við tökum þetta inn í myndina líka.“Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Breyta gæti þurft ártalinu á veggnum fyrir aftan.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Magdalena Schmid segir aðalatriðið það að Ísland hafi verið numið á árunum eftir 870 og það skipti ekki höfuðmáli hvort ártalið sé 871 eða 877. En þýðir þetta við getum haldið okkur við söguna um að Ingólfur hafi numið land árið 874? „Ef þú leggur þá merkingu í þær heimildir, sem til eru um hann, að hann hafi verið kominn 874. En það er bara ekki heimilt. Það er ekki hægt að túlka þessar heimildir með slíkri nákvæmni, “ svarar Orri. - En styrkir þetta sögnina um Ingólf? „Nei, þetta hefur enga þýðingu fyrir hann.“ Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Landnámsöskulagið svokallaða féll ekki árið 871 heldur sex árum síðar, samkvæmt nýrri rannsókn á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þetta þýðir að breyta gæti þurft nafni landnámssýningarinnar í Kvosinni í Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á Þjóðminjasafninu er landnámslagið kynnt sem helsta viðmiðið um hvenær Ísland byggðist og þegar ártalið 871, plús mínus tvö ár, fékkst úr Grænlandsjökli fyrir tuttugum árum var það sett á sýninguna í Aðalstræti. Þegar svo torfveggur fannst í Aðalstræti undir landnámsöskulaginu ályktuðu menn að landnámsártalið 874 gæti ekki staðist því Ingólfur Arnarson hlyti þá annaðhvort að hafa verið fyrr á ferðinni eða einhver komið á undan honum. Í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, og í Fornleifastofnun Íslands í dag, kynnti þýskur fornleifafræðingur, Magdalena Schmid, doktorsverkefni um aldursákvarðanir landnámsins þar sem fram kom að með nýjum ískjörnum úr Grænlandsjökli í fyrra er búið að leiðrétta ártalið. Ný aldursgreining er 877 plús mínus eitt ár, eða sex árum yngra, segir Magdalena í viðtali við Stöð 2. Það er eldra öskulag í jöklinum, sem menn misstúlkuðu úr Vesúvíusi, sem kallar á endurmat. Það gjóskulag var ranglega greint úr hinu sögufrægu eldgosi Vesúvíusar árið 79, sem kaffærði Pompei, en er nú talið úr öðru eldgosi og sex árum yngra. Þar af leiðandi þurfti að endurstilla öll önnur gjóskulög um sex ár.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði: Þetta hefur enga þýðingu fyrir Ingólf Arnarson.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, segir þetta sýna að ekki sé hægt að tímasetja þessi öskulög nákvæmlega. „Og þetta á eftir að breytast. Einhver annar á eftir að gera aðrar nákvæmnismælingar eftir nokkur ár og komast að því að við erum að tala um 873, eða 875 eða 878,“ segir Orri. En verður nafni landnámssýningarinnar breytt í ljósi þessara nýju upplýsinga? „Það getur vel hugsast. Við tökum náttúrlega öllum nýjum upplýsingum fagnandi því þetta er lifandi vettvangur sem við störfum á,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. „Þannig að við erum alltaf viðbúin því að þurfa að aðlaga okkur nýjum upplýsingum. Og það er ekkert ólíklegt að við tökum þetta inn í myndina líka.“Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Breyta gæti þurft ártalinu á veggnum fyrir aftan.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Magdalena Schmid segir aðalatriðið það að Ísland hafi verið numið á árunum eftir 870 og það skipti ekki höfuðmáli hvort ártalið sé 871 eða 877. En þýðir þetta við getum haldið okkur við söguna um að Ingólfur hafi numið land árið 874? „Ef þú leggur þá merkingu í þær heimildir, sem til eru um hann, að hann hafi verið kominn 874. En það er bara ekki heimilt. Það er ekki hægt að túlka þessar heimildir með slíkri nákvæmni, “ svarar Orri. - En styrkir þetta sögnina um Ingólf? „Nei, þetta hefur enga þýðingu fyrir hann.“
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00