Landnámsöskulagið leiðrétt til ársins 877 Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2016 20:00 Landnámsöskulagið svokallaða féll ekki árið 871 heldur sex árum síðar, samkvæmt nýrri rannsókn á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þetta þýðir að breyta gæti þurft nafni landnámssýningarinnar í Kvosinni í Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á Þjóðminjasafninu er landnámslagið kynnt sem helsta viðmiðið um hvenær Ísland byggðist og þegar ártalið 871, plús mínus tvö ár, fékkst úr Grænlandsjökli fyrir tuttugum árum var það sett á sýninguna í Aðalstræti. Þegar svo torfveggur fannst í Aðalstræti undir landnámsöskulaginu ályktuðu menn að landnámsártalið 874 gæti ekki staðist því Ingólfur Arnarson hlyti þá annaðhvort að hafa verið fyrr á ferðinni eða einhver komið á undan honum. Í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, og í Fornleifastofnun Íslands í dag, kynnti þýskur fornleifafræðingur, Magdalena Schmid, doktorsverkefni um aldursákvarðanir landnámsins þar sem fram kom að með nýjum ískjörnum úr Grænlandsjökli í fyrra er búið að leiðrétta ártalið. Ný aldursgreining er 877 plús mínus eitt ár, eða sex árum yngra, segir Magdalena í viðtali við Stöð 2. Það er eldra öskulag í jöklinum, sem menn misstúlkuðu úr Vesúvíusi, sem kallar á endurmat. Það gjóskulag var ranglega greint úr hinu sögufrægu eldgosi Vesúvíusar árið 79, sem kaffærði Pompei, en er nú talið úr öðru eldgosi og sex árum yngra. Þar af leiðandi þurfti að endurstilla öll önnur gjóskulög um sex ár.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði: Þetta hefur enga þýðingu fyrir Ingólf Arnarson.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, segir þetta sýna að ekki sé hægt að tímasetja þessi öskulög nákvæmlega. „Og þetta á eftir að breytast. Einhver annar á eftir að gera aðrar nákvæmnismælingar eftir nokkur ár og komast að því að við erum að tala um 873, eða 875 eða 878,“ segir Orri. En verður nafni landnámssýningarinnar breytt í ljósi þessara nýju upplýsinga? „Það getur vel hugsast. Við tökum náttúrlega öllum nýjum upplýsingum fagnandi því þetta er lifandi vettvangur sem við störfum á,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. „Þannig að við erum alltaf viðbúin því að þurfa að aðlaga okkur nýjum upplýsingum. Og það er ekkert ólíklegt að við tökum þetta inn í myndina líka.“Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Breyta gæti þurft ártalinu á veggnum fyrir aftan.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Magdalena Schmid segir aðalatriðið það að Ísland hafi verið numið á árunum eftir 870 og það skipti ekki höfuðmáli hvort ártalið sé 871 eða 877. En þýðir þetta við getum haldið okkur við söguna um að Ingólfur hafi numið land árið 874? „Ef þú leggur þá merkingu í þær heimildir, sem til eru um hann, að hann hafi verið kominn 874. En það er bara ekki heimilt. Það er ekki hægt að túlka þessar heimildir með slíkri nákvæmni, “ svarar Orri. - En styrkir þetta sögnina um Ingólf? „Nei, þetta hefur enga þýðingu fyrir hann.“ Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Landnámsöskulagið svokallaða féll ekki árið 871 heldur sex árum síðar, samkvæmt nýrri rannsókn á ískjörnum úr Grænlandsjökli. Þetta þýðir að breyta gæti þurft nafni landnámssýningarinnar í Kvosinni í Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á Þjóðminjasafninu er landnámslagið kynnt sem helsta viðmiðið um hvenær Ísland byggðist og þegar ártalið 871, plús mínus tvö ár, fékkst úr Grænlandsjökli fyrir tuttugum árum var það sett á sýninguna í Aðalstræti. Þegar svo torfveggur fannst í Aðalstræti undir landnámsöskulaginu ályktuðu menn að landnámsártalið 874 gæti ekki staðist því Ingólfur Arnarson hlyti þá annaðhvort að hafa verið fyrr á ferðinni eða einhver komið á undan honum. Í fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær, og í Fornleifastofnun Íslands í dag, kynnti þýskur fornleifafræðingur, Magdalena Schmid, doktorsverkefni um aldursákvarðanir landnámsins þar sem fram kom að með nýjum ískjörnum úr Grænlandsjökli í fyrra er búið að leiðrétta ártalið. Ný aldursgreining er 877 plús mínus eitt ár, eða sex árum yngra, segir Magdalena í viðtali við Stöð 2. Það er eldra öskulag í jöklinum, sem menn misstúlkuðu úr Vesúvíusi, sem kallar á endurmat. Það gjóskulag var ranglega greint úr hinu sögufrægu eldgosi Vesúvíusar árið 79, sem kaffærði Pompei, en er nú talið úr öðru eldgosi og sex árum yngra. Þar af leiðandi þurfti að endurstilla öll önnur gjóskulög um sex ár.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði: Þetta hefur enga þýðingu fyrir Ingólf Arnarson.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði, segir þetta sýna að ekki sé hægt að tímasetja þessi öskulög nákvæmlega. „Og þetta á eftir að breytast. Einhver annar á eftir að gera aðrar nákvæmnismælingar eftir nokkur ár og komast að því að við erum að tala um 873, eða 875 eða 878,“ segir Orri. En verður nafni landnámssýningarinnar breytt í ljósi þessara nýju upplýsinga? „Það getur vel hugsast. Við tökum náttúrlega öllum nýjum upplýsingum fagnandi því þetta er lifandi vettvangur sem við störfum á,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. „Þannig að við erum alltaf viðbúin því að þurfa að aðlaga okkur nýjum upplýsingum. Og það er ekkert ólíklegt að við tökum þetta inn í myndina líka.“Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur. Breyta gæti þurft ártalinu á veggnum fyrir aftan.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Magdalena Schmid segir aðalatriðið það að Ísland hafi verið numið á árunum eftir 870 og það skipti ekki höfuðmáli hvort ártalið sé 871 eða 877. En þýðir þetta við getum haldið okkur við söguna um að Ingólfur hafi numið land árið 874? „Ef þú leggur þá merkingu í þær heimildir, sem til eru um hann, að hann hafi verið kominn 874. En það er bara ekki heimilt. Það er ekki hægt að túlka þessar heimildir með slíkri nákvæmni, “ svarar Orri. - En styrkir þetta sögnina um Ingólf? „Nei, þetta hefur enga þýðingu fyrir hann.“
Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00