ASÍ gegn almannahagsmunum? Hannes G. Sigurðsson skrifar 9. desember 2016 14:52 Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má nefna yfirskattanefnd sem úrskurðar um kærur vegna ákvarðana ríkisskattstjóra og er lokaniðurstaða mála fyrir skattyfirvöldin. Það sem er sammerkt með þessum nefndum er að þar getur fólk leitað réttar síns og þegar úrskurður fellur því í hag er málinu lokið. Þannig geta þær stofnanir sem tóku ákvarðanir sem felldar hafa verið úr gildi ekki tekið mál upp að nýju né farið með málin fyrir dómstóla. Almennt er þetta fallið til að auka réttaröryggi í landinu og tryggja að almenningur eigi auðvelda leið til að fá úrlausn mála sinna án þess að til þurfi að koma löng og oft dýr málaferli fyrir dómstólum. Þessu er öðruvísi farið með áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem Samkeppniseftirlitið getur farið í mál til að fá úrskurðum hennar hnekkt. Með þessu er grafið undan réttarörygginu og þeir sem telja sig hafa verið beittir órétti af hálfu Samkeppniseftirlitsins geta ekki treyst því að málinu ljúki með niðurstöðu áfrýjunarnefndar. Alþýðusamband Íslands hefur nú komið fram með þá skoðun að ekki eigi að vera unnt að ljúka málum fyrir úrskurðarnefndum. Í pistli á vef ASÍ eru Samtökum atvinnulífsins ekki vandaðar kveðjurnar. Þar er fullyrt að SA vilji banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Tilefni skrifanna er að Samtök atvinnulífsins áréttuðu nýverið skoðun sína um að breyting verði gerð á samkeppnislögunum þannig að felld verði úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Samtök atvinnulífsins settu fram þessa skoðun í skýrslu í október 2012 en hún var kynnt á opnum fundi þar sem forstjóri eftirlitsins var á meðal ræðumanna. Fullyrðing ASÍ um að afstaða SA snúist um MS og mál fyrirtækisins sem eftirlitið tók nýverið fyrir stenst ekki. Ákvæðið um úrskurðarnefnd samkeppnismála er skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur óvissu í rekstri fyrirtækja og kostnað. Hættan er alltaf sú að Samkeppniseftirlitið höfði mál fyrir dómstólum hafi úrskurður áfrýjunarnefndar fallið fyrirtækjum í vil. Úrskurðir áfrýjunarnefndar hætta þá að skipta máli og eru einungis til að tefja fyrir endanlegri úrlausn mála. Þetta þýðir í raun að búið er að taka úr sambandi möguleika fyrirtækja til að ljúka málum á stjórnsýslustigi. Vandséð er að það sé neytendum til hagsbóta.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun