Lífið

Umsjónarmaður Morgunútvarpsins biðst afsökunar á að hafa grætt börn með særandi ummælum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aðalsteinn Kjartansson er á Rás 2 alla virka morgna.
Aðalsteinn Kjartansson er á Rás 2 alla virka morgna.
„Ég vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í Morgunútvarpinu í morgun, 9. desember 2016, þar sem ég sagði að Hvolpasveitin væri leiðinleg,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, einn af umsjónarmönnum Morgunútvarpsins á Rás 2 en hann ræddi þetta vinsæla barnaefni í þættinum í morgun.

Hvolpasveitin er í uppáhaldi margra barna um heim allan og seljast til að mynda vörur tengdar þáttunum í tonnatali á hverjum degi.

„Ég hef nú þegar fengið fjölda skilaboða um að ég hafi grætt börn með þessum ummælum. Ég á mér engar málsbætur; ég viðurkenni undanbragðalaust mistök og biðst afsökunar.“

Uppfært klukkan 10:40

Þátturinn er nú aðgengilegur hér á vef RÚV. Umræðan hefst þegar um fimm mínútur eru liðnar af honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.