Þekkjum rétt kvenna Zahra Mesbah skrifar 9. desember 2016 07:00 Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun