Allir starfsmenn Húrra komu að gerð blaðsins en það var Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir ritstjóri sem leiddi verkefnið áfram. Júlía Runólfsdóttir sá um hönnun og uppsetningu. Hrefna Björg Gylfadóttir og Snorri Björnsson skutu myndirnar í blaðinu.
Efnistök blaðsins eru ansi fjölbreytt en þar er vakin athygli á kraftmiklum og áhugaverðum konum sem veita innblástur með verkum sínum. Hvað drífur þær áfram og hvert er viðhorf þeirra til lífsins. Ásamt greinum eru fjölbreyttir myndaþættir.





