Innlent

Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verið er að skoða hvort mygla finnist í húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu.
Verið er að skoða hvort mygla finnist í húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. vísir/Anton Brink
Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans.

„Við getum eiginlega ekkert verið að tjá okkur um þetta í bili vegna þess að það er verið að skoða þetta mál allt en það er ekki komin niðurstaða um hver staðan sé,“ segir Ólafur. „Það er verið að skoða hvort einhver fótur sé fyrir því að þetta sé til staðar.“

Listaháskóli Íslands starfar í fjórum byggingum, á Sölvhólsgötu 13, Laugarnesvegi 91, í Austurstræti 12 og Þverholti 11. Ólafur segir að aðallega hafi verið talað um myglu á Sölvhólsgötunni og verið sé að skoða það sérstaklega.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa nokkrir nemendur fundið til einkenna sem gætu verið af völdum myglu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×