Erlent

Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Uppreisnarmenn á ferð í Sýrlandi.
Uppreisnarmenn á ferð í Sýrlandi. Vísir/AFP
Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa kallað eftir fimm daga vopnahléi í Aleppo. Vilja þeir gefa saklausum borgurum færi á að yfirgefa borgina en stjórnarherinn hefur náð undir sig miklu landsvæði undanfarna daga. BBC greinir frá.

Uppreisnarmennirnir hafa sagt almenning í borginni í mikilli hættu og að þeir styðji hverskyns aðgerðir sem gætu linað þjáningar þeirra.

Bandaríkjamenn ásamt fleirum vestrænum ríkjum hafa einnig kallað eftir vopnahléi til að gefa hjálparsamtökum kleyft að aðstoða saklausa borgara á vettvangi.

Sýrlenska stjórnin hefur hinsvegar útilokað fleiri vopnahlé. Rússar, sem stutt hafa sýrlensku stjórnina segja að þeir uppreisnarmenn sem eftir eru í borginni séu hryðjuverkamenn.  

Tugir þúsunda saklausra borgara halda enn til í borginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×