Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. desember 2016 20:00 Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. Skúli hefur rætt við Hæstaréttardómara eftir fréttir síðustu daga en hann segir vilja vera til þess að gera eignarhluti dómara aðgengilegri. Síðustu daga hefur verið fjallað um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands en fjórir dómarar áttu hlut í Glitni á árunum fyrir hrun. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar er einn þeirra, en í upphafi umfjöllunar um hlutabréfaviðskipti hans var nokkuð á reiki hvort hann hefði leitað leyfis nefndar um dómararstörf. Tilkynning um sölu Markúsar árið 2007 fannst ekki hjá nefndinni en nú hefur fengist staðfest að hann tilkynnti nefndinni um sölu hlutabréfa sinna. Upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara opinberar Dönsk og norsk lög ganga lengra en íslensk lög hvað varðar upplýsingar um aukastörf og eignarhlut dómara í félagi. „Það er gengið lengst í Noregi þar sem upplýsingar um aukastörf dómara og eignarhlut yfir ákveðnu viðmiði eru birtar opinberlega,“ segir Skúli og bætir við að í dönskum lögum sé gengið skemur. Ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin hafa að geyma hertari reglur um aukastörf dómara og hlut þeirra í félagi. Samkvæmt þeim er hlutverk nefndar um dómarastörf að halda og birta opinberlega skrá um aukastörf dómara og þau störf sem dómari gengdi áður en hann tók við embætti. „Við erum að taka upp norska módelið að verulegu leiti. Þó þannig, að það var ákveðið að stíga skref ekki til fulls þannig að það eru einungis aukastörf sem verða birt opinberlega. Ég hef rætt við dómara á síðustu dögum vegan þeirra frétta sem hafa komið og ég held að í hópi dómara sé engin andstaða við það að eignarhlutur þeirra í fyrirtækjum sé birt opinberlega. Ég held að dómarar myndu einfaldlega fagna því,“ segir Skúli. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili. Markús var til að mynda dómari í svokölluðu BK-44 máli þar sem Jóhannes Baldursson og Birkir Kristinsson voru dæmdir í þriggja og fjögurra ára fangelsi en báðir voru þeir starfsmenn deildar sem hélt utan um tugmilljón króna eigna Markúsar hjá Glitni. Verjendur í málinu hafa ekki viljað tjá sig um það hvort til greina komi að fara fram á endurupptöku eða leita úrlaunsar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35 Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hæstaréttardómari umsvifamikill í viðskiptum en dæmdi samt Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt, innleysti á annan tug milljóna úr Sjóði 9 í Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 5. desember 2016 14:35
Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. 6. desember 2016 20:00
Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26