Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2016 13:17 "Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar.“ Vísir/Valli „Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
„Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira