Forseti GSÍ um kostnaðinn hjá Ólafíu: „Hún þarf á meiri stuðningi að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2016 13:00 Golfsamband Íslands mun leggja sitt af mörkum til að fjárhagslegur stuðningur við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verði ásættanlegur en mikill kostnaður fylgir þátttökurétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina um síðustu helgi. Ljóst er að Ólafía verður á ferð og flugi á næsta ári og þar sem ekkert víst er með tekjur samhliða mótasókn hennar er ljóst að hún þarf, fyrst um sinn alla vega, að leggja út sjálf fyrir kostnaðinum. „Við reynum að styðja hana eins og við getum. Það er aðallega Forskot, afrekssjóður kylfinga, sem styður við bakið á henni. GSÍ á aðild að þeim sjóði ásamt fleiri fyrirtækjum. Við höfum stutt við bakið á henni hingað til og ég efast ekki um að við höldum áfram að gera það,“ segir Haukur Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. „Hún þarf samt á meiri stuðningi að halda því þetta er kostnaðarsöm keppni og mikil fórn sem felst í því að vera á bandarísku mótaröðinni. Ég vona að einhver fyrirtæki sjái hag sinn í því að koma til móts við hana og styðja hana.“ Haukur segir að vel hafi gengið á undanförnum misserum að safna styrktaraðilum sem meðal annars hafi gert Ólafíu kleift að sækja mót víðsvegar um heiminn. „Þessi mótaröð fer fram um öll Bandaríkin og Suður-Ameríku. Ferðakostnaður er mikill og líka kostnaður við gistingu. Hugsanlega þarf að ráða kylfubera og svo framvegis. Þetta er mikill kostnaður en við munum reyna að styðja hana en hún þarf líka á stuðningi annarra að halda,“ segir Haukur Birgisson. Allt viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilarnum hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00 Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfsamband Íslands mun leggja sitt af mörkum til að fjárhagslegur stuðningur við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verði ásættanlegur en mikill kostnaður fylgir þátttökurétti hennar á LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina um síðustu helgi. Ljóst er að Ólafía verður á ferð og flugi á næsta ári og þar sem ekkert víst er með tekjur samhliða mótasókn hennar er ljóst að hún þarf, fyrst um sinn alla vega, að leggja út sjálf fyrir kostnaðinum. „Við reynum að styðja hana eins og við getum. Það er aðallega Forskot, afrekssjóður kylfinga, sem styður við bakið á henni. GSÍ á aðild að þeim sjóði ásamt fleiri fyrirtækjum. Við höfum stutt við bakið á henni hingað til og ég efast ekki um að við höldum áfram að gera það,“ segir Haukur Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. „Hún þarf samt á meiri stuðningi að halda því þetta er kostnaðarsöm keppni og mikil fórn sem felst í því að vera á bandarísku mótaröðinni. Ég vona að einhver fyrirtæki sjái hag sinn í því að koma til móts við hana og styðja hana.“ Haukur segir að vel hafi gengið á undanförnum misserum að safna styrktaraðilum sem meðal annars hafi gert Ólafíu kleift að sækja mót víðsvegar um heiminn. „Þessi mótaröð fer fram um öll Bandaríkin og Suður-Ameríku. Ferðakostnaður er mikill og líka kostnaður við gistingu. Hugsanlega þarf að ráða kylfubera og svo framvegis. Þetta er mikill kostnaður en við munum reyna að styðja hana en hún þarf líka á stuðningi annarra að halda,“ segir Haukur Birgisson. Allt viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilarnum hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00 Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15 Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00
Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Segir að hún hafi lært dýrmæta lexíu eftir að hafa leitt framan af á sterku móti í Abú Dabí. 6. desember 2016 22:15
Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur ekki enn komist í gegnum helminginn af þeim heillaóskum og skilaboðum sem hún fékk eftir að hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, þeirri sterkustu í heimi. 6. desember 2016 06:00
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30