Viðskipti erlent

Microsoft má kaupa LinkedIn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tölvufyrirtækið Microsoft hefur fengið leyfi frá samkeppniseftirliti Evrópusambandsins til að kaupa samfélagsmiðilinn LinkedIn.
Tölvufyrirtækið Microsoft hefur fengið leyfi frá samkeppniseftirliti Evrópusambandsins til að kaupa samfélagsmiðilinn LinkedIn. Vísir/Getty
Tölvufyrirtækið Microsoft hefur fengið leyfi frá samkeppniseftirliti Evrópusambandsins til að kaupa samfélagsmiðilinn LinkedIn. Linked­In tengir saman atvinnurekendur og fólk í atvinnuleit og hefur notið mikilla vinsælda.

Samningurinn nemur 26 milljörðum Bandaríkjadala og er stærsta yfirtaka Microsoft fram að þessu. Samningurinn hefur nú þegar hlotið grænt ljós í Bandaríkjunum, Kanada, Brasilíu og Suður-Afríku að því er Reuters greinir frá. Gengið verður endanlega frá honum á næstu dögum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×