Uppsveiflu Trumps lýkur fyrir páska Lars Christensen skrifar 7. desember 2016 09:00 Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt sem er sérlega hrífandi í hagfræðinni er mikilvægi væntinganna. Neytendur og fjárfestar eru yfirleitt framsýnir og það þýðir að breytingar á hagstefnu hafa oft áhrif jafnvel áður en þær koma til framkvæmda. Dæmi um þetta eru væntingar um breytingar á peningamálastefnu. Þannig er almennt búist við að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti um 0,25 prósent í næstu viku. Þetta þýðir að ef við lítum á markaðina þá hefur stýrivaxtahækkunin þegar að miklu leyti verið tekin inn í verð á gjaldeyris-, skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðunum. Þetta þýðir að seðlabankinn hefur í raun nú þegar hert peningamálastefnuna, sem þýðir líka að væntanleg vaxtahækkun í næstu viku hefur nú þegar áhrif á bandaríska hagkerfið. Það sama á í rauninni við um Donald Trump. Hann hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna en tekur ekki við fyrr en seinni partinn í janúar. Þetta þýðir samt ekki að hagstefna hans hafi ekki nú þegar áhrif. Raunar hafa markaðirnir nú þegar brugðist frekar sterkt við þessari (væntanlegu) stefnu og það lítur út fyrir að markaðirnir búist við að Trump-hagfræðin styrki bandaríska hagkerfið – að minnsta kosti að vissu leyti. Þannig hafa verðbréfamarkaðir hækkað og það sama á við um vexti ríkisskuldabréfa og verðbólguvæntingar markaðanna. Sú staðreynd að markaðirnir skuli nú þegar bregðast við – sennilega við væntanlegri slökun á peningamálastefnu í formi skattalækkana og fjárfestinga í innviðum – þýðir að við munum sennilega sjá betri þjóðhagfræðilegar tölur í Bandaríkjunum frekar fljótt, sennilega áður enTrump tekur við embætti 21. janúar. Hins vegar gæti þessi „uppsveifla“ orðið frekar skammvinn. Þannig hefur bandaríski verðbréfamarkaðurinn hresst vegna væntinga um skattalækkanir og umfangsmiklar innviðaframkvæmdir, sem einnig hafa valdið auknum verðbólguvæntingum. Auknum verðbólguvæntingum hefur verið fagnað þar sem væntingarnar hafa verið undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hins vegar, þar sem verðbólguvæntingar (til meðallangs tíma) hafa nú farið örlítið upp fyrir tvö prósent gera fjárfestar sér líka grein fyrir að seðlabankinn muni bregðast við þessu með meiri stýrivaxtahækkun. Svo þótt væntanleg slökun í ríkisfjármálum stuðli að aukinni heildareftirspurn í bandaríska hagkerfinu er líklegt að væntanleg aðhaldsstefna í peningamálum muni að fullu vega upp á móti auknum hagvexti. Með öðrum orðum: Þegar ljóst verður að verðbólgan fari líklega yfir tvö prósent mun óttinn við herta peningamálastefnu draga úr trú fjárfesta á varanleika Trump-uppsveiflunnar. Þess vegna er „pláss“ fyrir aukinn hagvöxt í Bandaríkjunum til skamms tíma þar sem verðbólguvæntingar voru undir tveimur prósentum þegar Trump var kosinn, en frekar mikil og hröð aukning verðbólguvæntinga þýðir að hagvaxtaraukningin gæti orðið skammvinn. Að lokum skal á það bent að Seðlabankinn er mjög líklegur til að reyna að halda aftur af „Trump-uppsveiflunni“ þar sem hún gæti valdið aukinni verðbólgu. Annað atriði er að verndarstefnutal Trumps sjálfs gæti valdið miklum skaða á bandaríska hagkerfinu. Svo við skulum fagna „Trump-uppsveiflunni“ núna – hún gæti vel verið afstaðin fyrir páska.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar