Íslensk olía? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 07:00 Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Olíuleit á Drekasvæðinu knýr fram spurningu: Olíuvinnsla ef olía finnst og er vinnanleg; já eða nei? Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, svarar játandi í pistli í Fréttablaðinu 23.11. Hann gerir grein fyrir hvert stefnir í orkumálum heimsins þar sem brennsla jarðefnaeldsneytis er stærsti orsakavaldur ógnandi loftslagsbreytinga. Hann telur að aukin olíunotkun en minni mengunarrík kolanotkun geti verið mikilvægasti þátturinn í að ná markmiðum Parísarsamkomlagsins fyrir 2040. Bendir á að orkuþörf heimsins aukist og að Alþjóðaorkumálastofnunin spái að á tímabilinu aukist framleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum úr 1% upp í aðeins 5%. Af hverju ekki? Skúli skrifar síðan langt mál um áhættu af umhverfisslysum við olíuvinnslu á Drekasvæðinu og hvernig megi minnka hana. Um það málefni eru vart deilur né heldur vantreysta menn fyrirfram vörnum gegn umhverfisslysum í þessu tilviki. En hann lætur líta svo út að þessi áhætta sé aðalatriðið í afstöðu stjórnmálaflokka og einstaklinga gegn vinnslu á Drekasvæðinu. Þar hefur hann misst sjónar á aðalatriðinu. Staðreyndin er sú að meginrökin gegn olíuvinnslu norðan heimskautsbaugs eru allt önnur. Þau eru þessi: Hvað sem vaxandi orkuþörf líður má ekki snerta við og nýta nema um það bil þriðjungi þekktra og óunninna kola-, gas- og olíubirgða heims ef á að komast nálægt markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þess vegna er rangt að leita uppi nýjar olíulindir svo minnka megi til dæmis kolanotkun. Hana má minnka með tilhliðrunum í framleiðslu jarðefnaeldsneytis úr þekktum birgðum, eins þótt það kosti meira en ella. Hærri kostnaður við nýtingu olíu en kola er réttlætanlegur svo bjarga megi því sem bjargað verður. Og það sem meira er: Það verður að leggja út í margfalda núverandi fjárfestingu til að efla þróun og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Fé til þess má ekki koma úr sölutekjum af aukinni vinnslu jarðefnaeldsneytis umfram fyrrnefndan þriðjung. Gróði olíurisanna og margra fyrirtækja, auk ríkisfjár sem flestra þjóða (og olíusjóða!), gæti dugað langt í þessum efnum. Norðmenn eiga stóran þátt í vinnslu og þar með brennslu jarðefnaeldsneytis en státa jafnframt af litlu vist- eða kolefnisspori heima fyrir. Siðræn mótsögn er í því að hefja eða auka jafnt og þétt við þessa starfsemi í hagnaðarskyni en vinna um leið að því heima fyrir að minnka losun gróðurhúsagasa. Það er umhugsunarvert fyrir okkur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun