Framleiðendurnir Lisa Joy og Jonathan Nolan segja að þau hafi rætt þetta við forsvarsmenn HBO mjög snemma í framleiðsluferlinu á fyrstu þáttaröðinni. Þau ræddu við Variety um þáttaröðina og hvað stæði til. (Hafið í huga að það eru spoilerar í hlekknum ef þið hafið ekki horft á fyrstu þáttaröðina alla)
„Við áttuðum okkur á hve flókið það var að reyna að skrifa fleiri þætti og framleiða þættina á sama tíma,“ segir Nolan.
„Við vinnum bæði einnig við kvikmyndir og þar getur maður að mestu vonast til þess að koma framhaldsmynd út á tveimur til þremur árum. Á þeirri áætlun erum við að standa okkur frábærlega.“
Á morgun verður farið yfir hvað gerðist í síðasta þættinum og hvað það þýðir fyrir framhald Westworld, eða annarra heima.