Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2016 23:27 Skúli segir það eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Vísir/Anton/Stefán Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Hann segir það jafnframt eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Hann segist jafnframt gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að efla traust almennings á dómstólum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.Sjá einnig:Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan „Í fyrsta lagi þá er afskaplega eðlilegt að það sé verið að fjalla um hagsmunatengsl dómara og það er virðingarvert að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki gagnvart dómstólum með því að taka til skoðunar hvort að þeir hafi tilkynnt sín aukastörf og sín hagsmunatengsl samkvæmt reglum,“ segir Skúli í samtali við Vísi. „En að því sögðu þá er óljóst eftir fréttaflutning dagsins hvort að þarna er einhver misbrestur á tilkynningum. Það liggur fyrir að báðir dómarar tilkynntu um sína hlutabréfaeign og það á einfaldlega eftir að koma fram hvort að þarna var einhver vanræksla á tilkynningum.“ Skúli segir jafnframt að erfitt sé að átta sig á hvort að Markús hafi verið vanhæfur til að fjalla um mál sem lutu að stjórnendum Glitnis. „Svo er hitt annað mál hvort að þessir dómarar voru vanhæfir í einhverjum málum sem lutu þá annað hvort að stjórnendum Glitnis eða ákveðinna fjármálastofnana, eða þá að þessum slitabúum sem áttu í hlut. Það er nú mjög erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli eða hvers vegna þessir dómarar áttu að vera vanhæfir. Það kom ekki skýrt fram,“ segir Skúli. „Það er einfaldlega eitthvað sem á þá eflaust eftir að upplýsa nánar um. Það sem þarna kom fram var að þessir dómarar höfðu átt hluti í Glitni og þeir höfðu held ég báðir ekki hagnast á þeim viðskiptum, ef ég man rétt. Og hvernig þetta síðan tengist og á að gera þá vanhæfa til að fjalla um einhver mál sem lúta að slitabúi Glitnis síðar eða stjórnendum Glitnis það er pínulítið óljóst.“Markús Sigurbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSkýra þurfi nánar um hugsanlegt vanhæfi Skúli segist vona að málið upplýsist frekar og að allar upplýsingar komi fram í málinu. „Ég vona að þetta mál upplýsist frekar vegna þess að það er mjög brýnt að það sé allt upp á borðum og ég legg áherslu á að aðilar þessara mála þar sem að er verið að tala um vanhæfi eða hugsanlegt vanhæfi, áttu rétt á öllum upplýsingum frá nefnd um störf dómara. Og það er ekki komið fram að þeir hafi óskað eftir einhverjum upplýsingum frá nefnd um störf dómara eða hvað þá síður að hæfi þessara dómara hafi verið dregið í efa á einhverjum tímapunkti. þannig að þetta er allt saman frekar óljóst.“ Hann segir jafnframt að skýra þurfi nánar hugleiðingar um að dómarar hafi verið vanhæfir og að dómurum beri að gæta hæfi sínu sjálfir. „Ég vona að það komi betur fram hvað var tilkynnt og hvort það hafi verið einhver vanræksla. Hvort þeir hafi verið vanhæfir er svo önnur spurning.“Heilbrigð og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi Skúli segir það alvarlegt þegar trúverðugleiki æðsta dómstóls landsins sé dreginn í efa. „Það er auðvitað ekki neitt gamanmál þegar trúverðugleiki hæstaréttardómara og þar með æðsta dómstóls þjóðarinnar er dreginn í efa. Dómarar líta á það alvarlegum augum þegar fréttir berast um það. En að því sögðu þá verðum við að halda ró okkar og bíða eftir því að allar upplýsingar komi fram. Á sama tíma og þetta er algerlega heilbrigði og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi þá er hún auðvitað ekki neitt sérstaklega skemmtileg.“ Hann segist þó jafnframt gera sér grein fyrir því að fréttir af þessum toga séu ekki til þess fallnar að efla traust á dómstólum. „Ég sem formaður dómarafélagsins geri mér vel grein fyrir því að efasemdir um það hvort að dómarar hafi tilkynnt hagsmuni sína eru ekki til þess fallnar að styrkja trúverðugleika dómstóla eða efla á þeim traust. Það er nú það sem við erum að gera þessi misserin. Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“ Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Hann segir það jafnframt eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Hann segist jafnframt gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að efla traust almennings á dómstólum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.Sjá einnig:Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan „Í fyrsta lagi þá er afskaplega eðlilegt að það sé verið að fjalla um hagsmunatengsl dómara og það er virðingarvert að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki gagnvart dómstólum með því að taka til skoðunar hvort að þeir hafi tilkynnt sín aukastörf og sín hagsmunatengsl samkvæmt reglum,“ segir Skúli í samtali við Vísi. „En að því sögðu þá er óljóst eftir fréttaflutning dagsins hvort að þarna er einhver misbrestur á tilkynningum. Það liggur fyrir að báðir dómarar tilkynntu um sína hlutabréfaeign og það á einfaldlega eftir að koma fram hvort að þarna var einhver vanræksla á tilkynningum.“ Skúli segir jafnframt að erfitt sé að átta sig á hvort að Markús hafi verið vanhæfur til að fjalla um mál sem lutu að stjórnendum Glitnis. „Svo er hitt annað mál hvort að þessir dómarar voru vanhæfir í einhverjum málum sem lutu þá annað hvort að stjórnendum Glitnis eða ákveðinna fjármálastofnana, eða þá að þessum slitabúum sem áttu í hlut. Það er nú mjög erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli eða hvers vegna þessir dómarar áttu að vera vanhæfir. Það kom ekki skýrt fram,“ segir Skúli. „Það er einfaldlega eitthvað sem á þá eflaust eftir að upplýsa nánar um. Það sem þarna kom fram var að þessir dómarar höfðu átt hluti í Glitni og þeir höfðu held ég báðir ekki hagnast á þeim viðskiptum, ef ég man rétt. Og hvernig þetta síðan tengist og á að gera þá vanhæfa til að fjalla um einhver mál sem lúta að slitabúi Glitnis síðar eða stjórnendum Glitnis það er pínulítið óljóst.“Markús Sigurbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSkýra þurfi nánar um hugsanlegt vanhæfi Skúli segist vona að málið upplýsist frekar og að allar upplýsingar komi fram í málinu. „Ég vona að þetta mál upplýsist frekar vegna þess að það er mjög brýnt að það sé allt upp á borðum og ég legg áherslu á að aðilar þessara mála þar sem að er verið að tala um vanhæfi eða hugsanlegt vanhæfi, áttu rétt á öllum upplýsingum frá nefnd um störf dómara. Og það er ekki komið fram að þeir hafi óskað eftir einhverjum upplýsingum frá nefnd um störf dómara eða hvað þá síður að hæfi þessara dómara hafi verið dregið í efa á einhverjum tímapunkti. þannig að þetta er allt saman frekar óljóst.“ Hann segir jafnframt að skýra þurfi nánar hugleiðingar um að dómarar hafi verið vanhæfir og að dómurum beri að gæta hæfi sínu sjálfir. „Ég vona að það komi betur fram hvað var tilkynnt og hvort það hafi verið einhver vanræksla. Hvort þeir hafi verið vanhæfir er svo önnur spurning.“Heilbrigð og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi Skúli segir það alvarlegt þegar trúverðugleiki æðsta dómstóls landsins sé dreginn í efa. „Það er auðvitað ekki neitt gamanmál þegar trúverðugleiki hæstaréttardómara og þar með æðsta dómstóls þjóðarinnar er dreginn í efa. Dómarar líta á það alvarlegum augum þegar fréttir berast um það. En að því sögðu þá verðum við að halda ró okkar og bíða eftir því að allar upplýsingar komi fram. Á sama tíma og þetta er algerlega heilbrigði og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi þá er hún auðvitað ekki neitt sérstaklega skemmtileg.“ Hann segist þó jafnframt gera sér grein fyrir því að fréttir af þessum toga séu ekki til þess fallnar að efla traust á dómstólum. „Ég sem formaður dómarafélagsins geri mér vel grein fyrir því að efasemdir um það hvort að dómarar hafi tilkynnt hagsmuni sína eru ekki til þess fallnar að styrkja trúverðugleika dómstóla eða efla á þeim traust. Það er nú það sem við erum að gera þessi misserin. Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04