Lára fagnar allri umræðu um náttúruna: „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 15:45 Lára Ómarsdóttir hefur kynnt þekkt og minna þekkt náttúruundur fyrir landsmönnum á sjónvarpsskjánum undanfarin ár. Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Lára Ómarsdóttir, frétta- og sjónvarpskona á RÚV, fagnar allri umræðu er snýr að náttúru Íslands. Hún segir eðlilegt að Íslendingar fái að sjá náttúruperlur landsins enda sé það markmiðið með Ferðastiklum að sýna fallega staði á landinu. Forkólfar í ferðamennsku á Íslandi hafa lýst yfir áhyggjum sínum með umfjöllun Láru í Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. Til umfjöllunar voru Rauðufossafjöll en félagar í Ferðafélagi Íslands og fleiri hafa verið þeirrar skoðunar að þegjandi samkomulag gilti um að skrifa hvorki um svæðið né birta myndir af því opinberlega.Seldar gönguferðir á þennan stað „Ég heyri af þessum stað frá manni sem fór þangað í skipulagða gönguferð. Fólk sem hafði farið þarna í göngu sem þetta stórkostlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Hún hafi farið í að kynna sér staðinn og lesið sér til. „Það er búið að skrifa um hann í bókum. Það eru seldar ferðir þarna í þessa gönguleið. Þetta er gönguleið sem er skilgreind sem slík af sveitarfélaginu. Fjöllin heita Rauðufossafjöll, eru merkt á kortum þannig að mér fannst þetta bara áhugaverður staður, fallegur staður sem ætti heima í sjónvarpi allra landsmanna. Bara frábær náttúruperla.“ Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og er nú talið í milljónum. Fólk hefur áhyggjur af átroðningi á fallegum stöðum, ekki að ástæðulausu. Þá virðast Íslendingar sömuleiðis í auknum mæli halda í göngur og skoða landið sitt.Einn fallegur staður af mörgum „Ég treysti því að íslendingar fari vel með landið sitt hvar sem þeir koma,“ segir Lára sem hefur farið víða enda komið inn í þriðju þáttaröð Ferðastikla. „Ég er búin að sýna fólki heima í stofu staði sem það á kannski annars ekki kost á að fara á. Fallega staði á landinu sem kannski ekkert allir þekkja. Þetta er bara einn slíkur staður sem mig langaði til að kynna fyrir landi og þjóð.“ Viðbrögðin hafi aldrei verið svipuð og nú en hún fagnar allri umræðu. „Ég fæ gríðarlega mörg símtöl, tölvuóst og það er alltaf bara ánægja og þakklæti með að ég sé að sýna fólki landið sem við búum á.Það eru þau viðbrögð sem ég hef fengið við þáttunum hingað til.“Ekki fyrsti fallegi óþekkti staðurinn Umræðan á veggjum landsþekktra leiðsögumanna hefur verið mikil í dag og sömuleiðis í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sitt sýnist hverjum þótt flestir hafi sömu hagsmuna að gæta, náttúru landsins. „Mér finnst þessi umræða algjörlega eiga rétt á sér. Ég fagna henni og allri umræðu um náttúru og landið í heild. Ég er að reyna að sýna fólki staði á landinu sem eru fallegir og eru þess virði að skoða einhvern tímann. Nú ef fólk kemst ekki, þá veit fólk allavega af því að þeir séu til.“ Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem minna þekktir en afar fallegir staðir hafa birst í þáttunum. „Fólk á auðvitað að fá að sjá þennan stað.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Lára Ómars í skotlínunni eftir að hafa opinberað „leynilega“ náttúruperlu Sitt sýnist hverjum um það sem sumir kalla opinberun á náttúruperlu norðan Mýrdalsjökuls sem Lára Ómarsdóttir fjallaði um í þætti sínum Ferðastiklum á RÚV í gærkvöldi. 5. desember 2016 12:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent