Framtíð hugvísindanemans Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 5. desember 2016 12:44 Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. Ég er kannski að ýkja þegar ég segi að ég hafi nokkrum sinnum hugleitt það alvarlega að gerast rándýr fylgdarþjónusta eða reyna fyrir mér sem frægur snappari og fá greitt fyrir að deila myndum á Instagram. Sá möguleiki að finna mér eitt stykki Hugh Hefner hefur einnig hvarflað að mér. Samt kannski ekki fyrir alvöru, nema samt stundum. Aftur á móti virðist samfélagið halda að ég ætli mér að vinna á bókasafni. Já, þá spurningu þekkja nú flestir bókmenntafræðinemar vel. En ég ætla ekki að gerast svo djörf að ræna vinnunni af bókasafnsfræðingum framtíðarinnar né að gera eitthvert grín að þeirri starfsstétt. Eftir að ég valdi mastersnám mitt varð líf mitt ekkert skýrara fyrir fólki og núna virðist enginn hafa einustu hugmynd um hvað ég ætla af mér að gera, enda menningarfræði eitt torræðasta nám fyrir flest eyru. Það sem ég glími við er að ég er nemi á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Það ætti nú ekki að vera svo slæmt í sjálfu sér, háskólanám er alltaf í hávegum haft hér á landi og þá sérstaklega eitt stykki mastersgráða til að hafa upp í höndina. Þessi efi í garð náms á hugvísindasviði er þó svo rótgróin í samfélagi okkar að ég fæ reglulega kvíðakast við að hugsa út í hvað ég ætli mér eiginlega að gera við þetta plagg í framtíðinni. Afhverju valdi ég ekki bara lögfræði eða tölvunarfræði til þess að geta örugglega verið vel stæð og þurfa ekki sífellt að hafa áhyggjur af að neyðast til að lifa í foreldrahúsum til fimmtugs. Deildir innan hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Það eru einfaldlega ekki nógu margir sem kjósa að læra norsku eða finnsku í háskóla hér á landi. Þessir fordómar í garð hugvísinda byrja mjög snemma enda þekkist málabraut menntaskólanna víða sem „rennibrautin“ vegna þess hversu auðveld hún á að vera. Ég veit ekki hversu oft það hefur verið reynt að troða því í hausinn á mér að ef ég er léleg í raungreinunum sé ég heimsk en ég tel að það hafi byrjað í grunnskóla. Ég ákvað hinsvegar að hlusta ekki á slíkt og er nú komin í mastersnám í Háskóla Íslands og ekki nóg með það heldur er ég að skemmta mér konunglega! Því viti menn, ef maður velur nám sem hentar manni og sem liggur á áhugasviði manns þá skapast eitthvað skemmtilegt út úr því. Nú er einmitt prófatíð og flestir háskólanemar sitja sveittir við bækurnar, að læra upp glósur eins og páfagaukar, þylja upp önnina fyrir sér heilu sólarhringana og bíða í ofvæni eftir að þeir klári sem fyrst. Ég valdi mér nám sem mér finnst mjög fræðandi og skemmtilegt og er því langt frá því að vera orðin þreytt eða leið. Nám á hugvísindasviði er vissulega krefjandi og það snertir á svo miklu meira í samfélaginu heldur en flestir gera sér grein fyrir. Viðhorfið sem við í samfélaginu höfum, þessi rótgróna íslenska þrjóska fyrir flottu starfi og peningum, er hinsvegar að gera okkur afsnúin hlutum sem bæta samfélagið. Allir vilja skara fram úr og vera besta útgáfan af sjálfum sér og ég veit um marga sem velja nám einungis út frá því hvar þeir telja að peningarnir liggi - en er þetta svo einfalt? Ég efast um að það sé einhver ein uppskrift að velgengni. Við þurfum fjölbreytni í samfélagið og hana fáum við einungis ef við erum með fólk sem hefur víðteka menntun. Allir þeir sem ég hef kynnst í gegnum nám mitt eru með mjög ólíkar skoðanir á því hvað þeir ætli síðan að gera við það í framtíðinni enda ætti námsbraut ekki að vera framleiðslutæki fyrir eina gerð af vinnumaur til að skella sem fyrst út á vinnumarkaðinn. Hver veit, kannski enda ég sem súludansmær í Slóvakía með ágætt vit á verkum Arthur Rimbaud og Chaucer sem ég get þulið upp fyrir kúnna. Það verður þó líklegast ekkert úr því þar sem ég er afleitur dansari. Eða kannski verð ég starfsmaður á bókasafni með brennandi áhuga á popp-kúltúr samfélagsins og tuttugu óbirt skúffu-verk í hrjáslagalegri íbúðarkytru. Ég er einnig ennþá mjög opin fyrir að verða fræg samfélagsmiðlastjarna. Hin ókomna tíð er opin bók. Það sem ég vil þó trúa á og vona er að skemmtilegt nám leiði að einhverju skemmtilegu í framtíðinni - og svarið við því afhverju ég valdi ekki eitthvað annað nám sem myndi bókað gefa mér öruggari atvinnumöguleika? Ég held bara að það yrði svo leiðinlegt.Þessi grein er liður í greinaskriftarátaki Hugvísindasviðs Háskóla Íslands sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi hugvísinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég er bókmenntafræðingur og mastersnemi í menningarfræði við Háskóla Íslands. Hvað það þýðir virðist enginn vita og ég viðurkenni að efi samfélagsins um nám mitt hefur oftar en einu sinni borað sig inn að beini hjá mér sjálfri. Ég er kannski að ýkja þegar ég segi að ég hafi nokkrum sinnum hugleitt það alvarlega að gerast rándýr fylgdarþjónusta eða reyna fyrir mér sem frægur snappari og fá greitt fyrir að deila myndum á Instagram. Sá möguleiki að finna mér eitt stykki Hugh Hefner hefur einnig hvarflað að mér. Samt kannski ekki fyrir alvöru, nema samt stundum. Aftur á móti virðist samfélagið halda að ég ætli mér að vinna á bókasafni. Já, þá spurningu þekkja nú flestir bókmenntafræðinemar vel. En ég ætla ekki að gerast svo djörf að ræna vinnunni af bókasafnsfræðingum framtíðarinnar né að gera eitthvert grín að þeirri starfsstétt. Eftir að ég valdi mastersnám mitt varð líf mitt ekkert skýrara fyrir fólki og núna virðist enginn hafa einustu hugmynd um hvað ég ætla af mér að gera, enda menningarfræði eitt torræðasta nám fyrir flest eyru. Það sem ég glími við er að ég er nemi á hugvísindasviði Háskóla Íslands. Það ætti nú ekki að vera svo slæmt í sjálfu sér, háskólanám er alltaf í hávegum haft hér á landi og þá sérstaklega eitt stykki mastersgráða til að hafa upp í höndina. Þessi efi í garð náms á hugvísindasviði er þó svo rótgróin í samfélagi okkar að ég fæ reglulega kvíðakast við að hugsa út í hvað ég ætli mér eiginlega að gera við þetta plagg í framtíðinni. Afhverju valdi ég ekki bara lögfræði eða tölvunarfræði til þess að geta örugglega verið vel stæð og þurfa ekki sífellt að hafa áhyggjur af að neyðast til að lifa í foreldrahúsum til fimmtugs. Deildir innan hugvísindasviðs hafa lagst niður vegna þess að ekki var hægt að halda þeim uppi sökum skorts á fjármagni. Það eru einfaldlega ekki nógu margir sem kjósa að læra norsku eða finnsku í háskóla hér á landi. Þessir fordómar í garð hugvísinda byrja mjög snemma enda þekkist málabraut menntaskólanna víða sem „rennibrautin“ vegna þess hversu auðveld hún á að vera. Ég veit ekki hversu oft það hefur verið reynt að troða því í hausinn á mér að ef ég er léleg í raungreinunum sé ég heimsk en ég tel að það hafi byrjað í grunnskóla. Ég ákvað hinsvegar að hlusta ekki á slíkt og er nú komin í mastersnám í Háskóla Íslands og ekki nóg með það heldur er ég að skemmta mér konunglega! Því viti menn, ef maður velur nám sem hentar manni og sem liggur á áhugasviði manns þá skapast eitthvað skemmtilegt út úr því. Nú er einmitt prófatíð og flestir háskólanemar sitja sveittir við bækurnar, að læra upp glósur eins og páfagaukar, þylja upp önnina fyrir sér heilu sólarhringana og bíða í ofvæni eftir að þeir klári sem fyrst. Ég valdi mér nám sem mér finnst mjög fræðandi og skemmtilegt og er því langt frá því að vera orðin þreytt eða leið. Nám á hugvísindasviði er vissulega krefjandi og það snertir á svo miklu meira í samfélaginu heldur en flestir gera sér grein fyrir. Viðhorfið sem við í samfélaginu höfum, þessi rótgróna íslenska þrjóska fyrir flottu starfi og peningum, er hinsvegar að gera okkur afsnúin hlutum sem bæta samfélagið. Allir vilja skara fram úr og vera besta útgáfan af sjálfum sér og ég veit um marga sem velja nám einungis út frá því hvar þeir telja að peningarnir liggi - en er þetta svo einfalt? Ég efast um að það sé einhver ein uppskrift að velgengni. Við þurfum fjölbreytni í samfélagið og hana fáum við einungis ef við erum með fólk sem hefur víðteka menntun. Allir þeir sem ég hef kynnst í gegnum nám mitt eru með mjög ólíkar skoðanir á því hvað þeir ætli síðan að gera við það í framtíðinni enda ætti námsbraut ekki að vera framleiðslutæki fyrir eina gerð af vinnumaur til að skella sem fyrst út á vinnumarkaðinn. Hver veit, kannski enda ég sem súludansmær í Slóvakía með ágætt vit á verkum Arthur Rimbaud og Chaucer sem ég get þulið upp fyrir kúnna. Það verður þó líklegast ekkert úr því þar sem ég er afleitur dansari. Eða kannski verð ég starfsmaður á bókasafni með brennandi áhuga á popp-kúltúr samfélagsins og tuttugu óbirt skúffu-verk í hrjáslagalegri íbúðarkytru. Ég er einnig ennþá mjög opin fyrir að verða fræg samfélagsmiðlastjarna. Hin ókomna tíð er opin bók. Það sem ég vil þó trúa á og vona er að skemmtilegt nám leiði að einhverju skemmtilegu í framtíðinni - og svarið við því afhverju ég valdi ekki eitthvað annað nám sem myndi bókað gefa mér öruggari atvinnumöguleika? Ég held bara að það yrði svo leiðinlegt.Þessi grein er liður í greinaskriftarátaki Hugvísindasviðs Háskóla Íslands sem er ætlað að vekja athygli á mikilvægi hugvísinda.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun