Handbolti

Aron spilar ekki meira á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir
Aron Pálmarsson mun ekki spila meira með liði sínu, Veszprem í Ungverjalandi, þar sem hann er að glíma við meiðsli í nára.

Þetta segir hann í samtali við mbl.is en Aron er kominn hingað til lands til að fá meðhöndlun vegna meiðsla sinna.

„HM ætti ekki að vera í hættu hjá mér en ég mun ekkert spila í þessum mánuði þar sem ég ætla að reyna að fá mig góðan af þessum meiðslum,“ var haft eftir Aroni.

Aron spilaði ekki með Veszprem er liðið vann Bjerringbro-Silkeborg, 29-24, í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Veszprem er í þriðja sæti A-riðils en stórlið Barcelona og PSG eru í efstu tveimur sætunum.

HM í Frakklandi hefst 11. janúar en Ísland á fyrsta leik degi síðar, gegn Spánverjum. Slóvenía, Makedónía, Túnis og Angóla eru einnig með Íslandi í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×