Lífið

Jón neyddi Loga til að taka lagið sem hann hatar mest í öllum heiminum með sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Bergmann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í 50 ára afmælisþætti sínum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Í tilefni af afmælinu var ákveðið að hrekkja Loga, sem er sjálfur alræmdur hrekkjalómur, með því að segja honum ekki hvaða gesti hann myndi fá í þáttinn til sín, um hvað ætti að ræða eða hvaða skemmtiatriði myndu brjóta upp þáttinn.

Undir lok þáttarins gekk tónlistarmaðurinn Jón Jónsson inn í salinn og kom þáttastjórnandanum á óvart með flutningi á lagi sem á sérstakan stað í hjarta Loga Bergmanns.

Hann nefnilega hatar ekki lag meira en Þjóðhátíðarlagið árið 2014, sem einmitt Jón Jónsson á. Jón tók því lagið Ljúft að vera til og fékk Loga sjálfan til að taka undir með sér eins og sjá má hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×