Brady sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 10:30 Stuðningsmenn Patriots voru með þetta allt á hreinu í gær. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, varð í nótt sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar. Þá leiddi hann sitt lið til sigurs gegn LA Rams. Þetta var 201. sigurleikur Brady með Patriots og enginn leikstjórnandi hefur unnið jafn marga leiki. Peyton Manning átti metið sem var 200 sigrar en Brady jafnaði það fyrir viku síðan og sló síðan í gær.Hér má sjá innslag um magnaða sigurgöngu Brady í NFL-deildinni.Tom Brady: the winningest quarterback in NFL history. pic.twitter.com/oFVdVnC5tC — New England Patriots (@Patriots) December 4, 2016 Dallas Cowboys varð svo fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í ár. Liðið þurfti ekki að spila til þess að tryggja sér sætið. Tap Washington gegn gegn Arizona gerði það að verkum að Dallas er komið með öruggt sæti í úrslitakeppninni en liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni.PLAYOFFS. The journey continues. — Ezekiel Elliott (@EzekielElliott) December 5, 2016 Pittsburgh Steelers vann mjög mikilvægan sigur á NY Giants á heimavelli sínum og batt um leið endi á sex leikja sigurgöngu Giants. Bæði lið eru í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og staða Steelers var mun erfiðari fyrir leikinn. Liðið varð að vinna og gerði það. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, var mjög traustur og leiddi lið sitt áfram. Hlauparinn Le'Veon Bell var frábær og útherjinn Antonio Brown greip flesta bolta og skoraði eitt snertimark. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá hér.Haunting cornerbacks dreams since '88 and '92 !! @OBJ_3#callGodpic.twitter.com/406a8qVJYG — Antonio Brown (@AntonioBrown) December 5, 2016 Seattle sendi út skýr skilaboð gegn silfurliði síðasta árs, Carolina. Seattle valtaði yfir gestina og undirstrikaði enn á að liðið ætlar sér stóra hluti. Hlauparinn Thomas Rawls hefur náð fullri heilsu og sýndi allar sínar bestu hliðar. Skoraði tvö snertimörk og var hreinlega óstöðvandi. Leikurinn byrjaði á ótrúlegan hátt því leikstjórnandi Carolina, Cam Newton, var bekkjaður fyrir að brjóta reglur um klæðaburð hjá félaginu. Derek Anderson byrjaði því leikinn en í fyrsta kerfi misheppnaðist sending hans og Seattle stal boltanum. Anderson var fljótur að fara á bekkinn en það breytti engu því það var ekkert að fara að stöðva Seattle í nótt. Sjá má tilþrifin úr þeim leik hér.Úrslit: Atlanta-Kansas City 28-29 Baltimore-Miami 38-6 Chicago-San Francisco 26-6 Cincinnati-Philadelphia 32-14 Green Bay-Houston 21-13 Jacksonville-Denver 10-20 New England-LA Rams 26-10 New Orleans-Detroit 13-28 Oakland-Buffalo 38-24 Arizona-Washington 31-23 Pittsburgh-NY Giants 24-14 San Diego-Tampa Bay 21-28 Seattle-Carolina 40-7Í nótt: NY Jets - IndianapolisStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Sjá meira