Lífið

SNL gerði grín að tístum Trump sem tísti í kjölfarið að ekki væri hægt að horfa á þáttinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alec Baldwin hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem Donald Trump í bandaríska grínþættinum Saturday Nigth Live.
Alec Baldwin hefur slegið í gegn í hlutverki sínu sem Donald Trump í bandaríska grínþættinum Saturday Nigth Live.
Bandaríski grínþátturinn Saturday Night Live (SNL) tók Donald Trump enn og aftur fyrir í þætti í gærkvöldi en það má segja að leikarinn Alec Baldwin hafi slegið í gegn í hlutverki sínu sem hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna.

 

Í skets SNL í gær, sem sjá má hér að neðan, var gert grín að notkun Trump á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann er afar upptekinn við að endur-tísta (e. retweet) hinum og þessum tístum alls konar fólks á meðan ráðgjafar hans reyna að fá hann til að einbeita sér að þeim verkefnum sem bíða nýs forseta Bandaríkjanna.

Það er ekki hægt að segja annað en að Trump hafi verið nokkuð ósáttur við grínið hjá SNL í gær og það reyndar ekki í fyrsta skipti. Trump fór að sjálfsögðu á Twitter til að gagnrýna þáttinn, sagði að það væri ekki hægt að horfa á hann þar sem hann væri svo hlutdrægur og ófyndinn. Þá sagði hann að Baldwin gæti ekki orðið verri í hlutverki sínu sem Trump.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.